Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 188
um til Ítalíu, Þýzkalands og annara landa, þar sem hann
hefir komið fótum undir blóðstjórn sína.
Fasisminn niðurlægir vísindi. í löndum hans eru, frjáls-
lyndir menn útilokaðir frá allri menntun. Konum meinar
hann frjálst starfsval, með þær er farið sem húsdýr, er
séu til þess eins færar að fæða heiminum nýja atvinnu-
leysingja. ,
Hann styður stjórnarfyrirkomulag, sem með ofbeldi
heldur við gengi arðræningjanna. ,
1 löndum lians hækka framlög til hernaðar, en lækka
til rannsókna og fræðslu.
Fasisminn er verkfæri stórveldastefnunnar, en lífsskil-
yrði hennar er stríð. Þess vegna gefst ekki nema ein leið
til varðveizlu þeirra menningarverðmæta, sem mannkyn-
ið hefir eignazt. Sú leið er kollvörpun auðvaldsskipulags-
ins.
Þetta hafa liinir róttæku stúdentar gert sér Ijóst. Þeir
hafa skilið hvaðan hættan lcom og hvernig henni yrði
afstýrt. Þeir liafa skilið, að til þess að slíkt tækist, yrðu
allir liðsmenn frelsis og jafnréttis að sameinast og standa
saman sem einn maður gegn hópi stríðsbruggaranna, sexn
hafa að vísu lítinn hluta þjóðanna að baki sér, en yfir
90% alls auðmagnsins og allra áróðurstækja í höndum
sínum. I
Á Frakklandi og Spáni hafa stúdentarnir, bæði jafnað-
armenn og kommúnistar, sameinazt í eitt allsherjar félag
róttækra stúdenta. — Sömuleiðis i Englandi og Banda-
ríkjunum, en þar liafa þeir t. d. ferfaldað félagatölu sína,
síðan sameiningin varð, og eru nú í American Students
Union yfir 20 þús. meðlimir.
Þessi hreyfing meðal stúdentanna hefir þó óvíða orðið
eins glæsileg og í Kína og Egyptalandi.
í Kína hafa stúdentarnir tekið forystuna í baráttu fólks-
ins fyrir frelsi sínu og gegn yfirtroðslum Japana. Þeir
hafa, með staf og mal gengið út meðal fólksins, til
188