Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 189
að telja í það kjark og dirfa það í baráttunni fyrir rétti
sínum.
Þeir hafa hundruðum saman farið tilhöfuðborgarinnar,
til að krefjast róttækra aðgerða af stjórninni og boðið
fangelsunum og ofbeldi byrginn. Þeir hafa engu skeytt
hættum og erfiðleikum í baráttunni við að vekja kúg-
aða alþýðu hins fornfrægá lands síns til meðvitundar um
mátt hennar.
Þessi barátta kinversku stúdentanna hefir vakið fjölda-
hreyfingu, sem fyrr eða síðar hlýtur að sigra og þá um
leið skapa ldnversku þjóðinni frelsi og hamingju.
1 Egyptalandi hafa róttækir stúdentar verið lífið og
sálin í hinni þjóðlegu frelsisöldu, sem nú hefir neytt
ensku drottnana til að gefa Egyptum aukið sjálfstæði.
Þeir skildu að hagsmunir þeirra urðu ekki skildir frá
hagsmunum fólksins og það nám og starf er lítilsvirði,
sem engu lætur sig skipta heill og hamingju þjóðarinnar.
Velmegun og frelsi fólksins eru höfuðforsendur fyrir
menningu og framförum þess.
Slík sameining hefir og verið rædd á heimsþingum
stúdenta, bæði jafnaðarmanna og kommúnista.
Á alþjóðaþingi til varnar friði og menningu, sem stú-
dentar héldu í árslok 1934 í Brussel, tóku þeir sameiningu
allra róttækrastúdenta rækilegatil atliugunar. Þingið,sem
sótt var af 379 fulltrúum og yfir 200gestum frá 32 löndum,
skorar, í ávarpi, sem samþykkt var einróma, á alla menn-
ingar- og friðarvini, að sameinast í baráttunni móti fas-
ismanum og fyrir valdatöku fólksins. Telur það sigur
sósíalismans einn geta tryggt þjóðunum viðunandi þroska-
skilyrði. Og hvetur alla vinstri flolckana til samstarfs og
sameiningar.
Stærsta sporið í sameiningaráttina má þó telja
samþykktir þings I. F. S. S.*) nú i sumar. Þar var
*) International Federation of socialist students, þ. e. alþjóða-
samb. sósíaldemókr. stúdenta.
189