Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 194
dálítill sögulegur inngangur leikritinu, og hefir Ásgeir M. Blön-
dal skrifað hann.
Parísar-kommúnan rís upp úr atburðarás sögunnar sem hin
fyrsta valdataka verkalýðsins, þó að verkalýð Parisar tækist að
visu ekki að halda þessum völdum nema 70 daga.
1870 hófst þýzk-franska striðið, sem lauk með háðulegum hrak-
förum franska keisaraveldisins. Keisaraveldið hrundi, lýðveldið
var reist. En svikin við þjóðina héldu áfram og kúgun alþýðunnar.
París var umsetin af þýzka hernum, og í borginni geisaði hungr-
ið, dýrtíðin, atvinnuleysið. „Lýðveldis“-stjórnin gerði ekkert til
að létta þessum hörmungum, þvert á móti studdi hún braskarana
og peningamennina til að græða sem mest á neyð fólksins. Hér
við bættist, að hún hélt áfram að makka við Þjóðverja, sveik
vörn borgarinnar og samdi svo að lokum um svívirðilegan og
niðurlægjandi frið.
Nú var fólkinu nóg boðið. 18. marz 1871 reis alþýða Parísar
upp, rak stjórnina af höndum sér, og kaus sina eigin stjórn, —
„kommúnu“stjórnina í París. En gamla „lýðveldis“stjórnin, auð-
menn Parísar og þeirra þjónar, flýðu til Versaille, til að undir-
búa þaðan árásina á Paris.
Þó að „kommúnan" héldi völdum aðeins 70 daga, vann hún
samt risavaxið starf til hags og styrktar alþýðunni. Fyrirtæki
hinna brottflúnu auðmanna voru tekin eignarnámi og rekin með
sósíalistisku sniði, komið var á opinberri vinnumiðlunarstofnun
og gerðar stórkostlegar tilraunir til að eyða atvinnuleysinu. Vinnu-
dagurinn var styttur og hin þreytandi yfir- og næturvinna bönn-
uð. Jafnframt þessu voru gerðar ítarlegar ráðstafanir gegn dýr-
tíðinni og girt fyrir allt brask með lífsnauðsynjar fólksins. Til
menntunar alþýðunni voru þegar stigin stór skref. Barnagarðar
og leikvellir voru reistir í fátækrahvenfunum, skóli og kirkja að-
skilin og lögð drög að því að koma á kerfi alþýðuskóla, þar sem
verknám og fræðsla héldust í hendur.
En þessari fyrstu verkalýðsstjórn vannst ekki tími til að full-
komna þetta verk sitt. Fjandmaðurinn beið við borgarhliðið. Veik-
leikar „kommúnunnar" birtust fyrst og fremst i afstöðunni til
fjandmannanna. í stað þess að fylgja strax eftir valdatökunni
og ráðast að óvinunum, þar sem þeir sátu í Versaille, lét hún
þá í friði við að undirbúa þaðan árás á París. Sömuleiðis lét hún
undir höfuð leggjast, að þjóðnýta Frakklandsbanka, sem styrkti
óvinina með stórum fjárfúlgum. Henni tókst heldur ekki að vinna
alþýðu sveitanna sem bandamann sinn. Og að lokum: Hún átti
engan einhuga, sterkan pólitískan flokk, sem væri raunverulega
fær um að hafa forystuna á hendi.
194