Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 195
Óvinirnir réðust nú inn í borgina, og nutu þeir opinbers stuðn-
ings Bismarks. Alþýða Parísar varðist með mestu hreysti, og stóðu
bardagarnir yfir dögum saman. Síðasta orrahríðin stóð sleitulaust
í 48 klst. En afturhaldinu tókst að sigra, og fór það fram með
ógurlegri grimmd. Þúsundir manna voru drepnir í bardögum,
skotnir sem fangar eða sendir í nauðungarvinnu til nýlenduniiar.
En þó að Parisar-kommúnan væri kæfð í blóði, lifa samt lær-
dómar hennar áfram.
Kommúnan var hið fyrsta ríkisvald verkalýðsins. Hún sann-
aði, að það er ekki nægilegt, að verkalýðurinn yfirtaki hið borg-
aralega ríkisvald, — verkalýðurinn verður að skapa nýtt ríkis-
vald við sínar þarfir. Verkalýður heimsins hefir þegar lært af
þessari reynslu, og hún var ein af mikilvægustu forsendum rúss-
nesku verkalýðsbyltingarinnar.
Delescluze: Ég er ekkert aö afsaka það, en við vor-
um ekki til þess fallnir, að heyja skipulagt stríð. Ég
segi það eins og það er: dagarnir, sem ég átti að vera
herstjórnari, það eru þeir verstu dagar, sem ég hefi
lifað. Hugsið ykkur: hundruð þúsunda af fólki treysta
manni, en sjálfur treystir maður sér ekki. Það er bara
eitt helvíti til, og það er efinn!
En nú er öðru máli að gegna. Þvi þetta er það, sem
við getum. Með okkar eigin steinlögðu stræti undir fót-
um og framundan okkur, erum við ósigrandi. Göturn-
ar okkar, sem við elskum og hafa fóstrað okkur, þær
hafa líka risið upp, þær eru orðnar að varnarvirkjum
og berjast með oklcur.
Menn frá þúsund götuvígjum senda ykkur kveðju
sína, félagar. Þeir eru hamingjusamir eins og ég, vegna
þess að bardaginn er orðinn svo óbrotinn, svo einfald-
ur. Nú er bara að hopa ekki af hólmi, nú er um það
eitt að gera, sem er auðveldast af öllu: að sigra eða
falla.
Maurice (tíu ára drengur. Hann hefir náð í flugmiða, sem
kemur svífandi úr loftinu): Þetta er flugmiði frá Versöl-
um.
Lucien: Hann hlýtur að hafa borizt með vindinum
frá húsinu þ’arna.
195