Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 196
Louis: Það eru lilerar fyrir öllum gluggum.
Lucien: Þessir niðingar láta vist frá sér heyra þegar
Versalavinirnir þeirra ryðjast fram.
Delescluze (er setztur, les): „Landar! Lausnarstundin
nálgast. Hinir seku skulu fá makleg málagjöld. Engin
grið verða gefin. Thiers, forseti Frakklands.“
Þannig á það að vera. Maður á að setja von sína að-
eins á eitt: sigurinn.
Maurice: En Delescluze. Á þessum flugmiða standa
nákvæmlega sömu orðin eins og á kröfuspjöldum komm-
únunnar: „Frelsi, jafnrétti, bræðralag“, stendur lika hér.
Er það ekki skrítið?
Delescluze: Nei, drengur minn, það er ekki vitund
skrítið. Það, sem einu sinni kostaði mennina blóðfórn-
ir og örvæntingu — jafnvel það verður meðal þess, sem
hinir ágjörnu og andlausu stela. I þeirra heimi verður
allt — fyrr eða siðar — að eign.
Þessi fallegu orð: Frelsi, jafnrétti, bræðralag, voru
einu sinni unnin fyrir mannkynið með baráttu og þján-
ingum hyltingarinnar miklu.
Þá byltingu elskar herra Tliiers, hann hefir skrifað
um hana voldugt verk og grætt mörg þúsund franka á
hverju bindi. En okkar bylting er i hans auguin bara
framför, ekki eign; þess vegna sendir liann hermenn
á móti okkur. Sjáðu til: annaðhvort getur maður grætt
peninga á sannleikanum og svikið hann, og þá situr
maður í Versölum virtur af sínum meðborgurum, eða
maður getur brotið sannleikanum braut, og þá lendir
maður hér. Já. Þá lendir maður hér. Einu sinni hélt ég
að sannleikurinn ætti aðrar leiðir að markinu, en það
var rangt. Það endar hér.
Marie: Eru engar aðrar leiðir, borgari Delescluze?
Lucien: Djöfullinn hafi það!
Delescluze: Ég man eftir mörgu kvöldinu á Djöfla-
eyjunni; staðvindurinn stóð utan af hafinu, Suðurkross-
inn tindraði. Hvað maður þráir heim, hvað'maður elsk-
196