Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 198
frelsa guð, og þá skal réttlætið, þá skal guð ferðast um
frjáls og glaður á meðal mannanna!
Ég er nú orðinn gamall og sjúkur. Fangaverðirnir eru
komnir vel á veg með mig. Þeir hafa gert sjálfan lík-
ama minn að fangelsi, ég er umluktur af hitabeltis-
sjúkdómum; ég horfi út gegnum fangaglugga hitasótt-
arinnar; ó, en ég sé ykkur og heita maísólina.
(Stendur snögglega upp).
Sigrið, fólk, sigrið!
Þegar ég kom út úr fangelsinu — og ég liefi verið í
fangelsi og útlegð tuttugu ár af lífi mínu — þá sagði
fólk oft við mig: Þér eruð píslarvottur frelsisins, Deles-
cluze. En í livert sinn, sem menn hrósuðu mér, fann
ég til viðbjóðs og skammar. Menn eiga ekki að vera písl-
árvottar. Píslarvottar eru handa konum og guðliræddu
fólki. Menn eiga að vera sigurvegarar. Þess vegna hat-
aði ég alltaf fangelsið, af þvi að fangelsið var ósigurinn.
En i þetta eina sinn skal þeim seku ekki verða refs-
að. Þeir, sem eru sekir um réttlæti, skulu verða frjálsir.
Nýr tími skal hefjast: Maðurinn skal ekki framar vera
verkfæri, heldur vera.
Louis (hlustar eftir skothríðinni): Hægan!
Marie: Nú sækja þeir aftur fram.
Louis: Þetta er ekkert áhlaup, þarna niður frá. Skot-
in koma svo reglulega! Það er engu líkara — en þeir
væru að skjóta fanga.
(ÞaS heyrist skot. Michel hnígur niSur).
Delesclaze: Þetta var launskytta úr húsinu þarna.
Farið í skjól!
Lucien (horfir á Michel): Hann er dauður.
Maurice (íýtur ofan að líkinu): Svona fer þegar ég ekki
gæti mín.
Louis (skýtur úr hriðskotabyssunni í áttina til hússins).
Delescluze: Við verðum að kveikja í húsinu. Versala-
sveitirnar gætu hreiðrað um sig þar.
198