Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 199
Maurice: Það er einmitt verk handa mér. Ég skal
svæla kofann.
Rose: Hvað eigum við að gera, ef þú ferð, Maurice?
Delescluze: Nei, drengur minn. Það er bráður bani
að fara út úr víginu núna.
Lucien: Þetta er verk fyrir tvo. Pauline og ég klifr-
um yfir þökin. Þú skalt fá byssuna mína, Maurice. Og
hérna eru skotfærin. Er það ekki í lagi?
Maurice: Jú.
Renée: Komið fljótt aftur.
Lucien: Herra trúr!
Renée (við Pauline): Ertu ekki hrædd?
Pauline: Nei. Erum við það kannske, Lucien?
Lucien: Nei, það erum við ekki.
Pauline: Þvi við erum líka tvö um það. Og við höf-
um komið okkur saman um það: Deyi annað okkar, þá
á hitt að koma fljótt á eftir.
Lucien: Já, það geturðu reitt þig á!
Renée (brosandi við Lucien): Þú, sem sagðir, að það
væri nóg af stúlkum til.
Lucien: En það er allt annað mál með Pauline.
Renée: Hvernig þá?
Lucien (með innilega sannfærandi röksemd): Hefirðu sof-
ið hjá henni?
Pauline (skellihlær): Vertu sæll, Pierre! Sæll, Maurice!
(Þau laumast út úr víginu. — Hópur hermanna úr þjóSvarnar-
liðinu hraðar sér inn, sumir eru særðir).
Varðliðsmaður: Vígið á Vendome-torginu er fallið.
Þeir voru með hríðskotabyssur uppi á þökunum. Það
var ógerningur fyrir nokkurn mann að verjast.
Martin (rymur, dauðadrukkinn og óhuggulegur):
Byssan góða, byssan góða,
betri engan fann ég vin.
(Louis tekur í hann, svo hann dettur).
Varðliðsmaðurinn: Þeir skjóta alla, sem þeir ná til,
— líka konur og börn.
199