Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 200
Delescluze: En þessu varnarvirki skulu þeir ekki ná.
Louis: Nei.
Delescluze: Verið viðbúnir!
Gabrielle Langevin (kemur inn fremst í flokki kvenna og
ætlar í gegnum ganginn út á götuna framan við vigið).
Delescluze: Snúið við, manneskjur. Versalasveitirnar
eru að koma.
Gabrielle: Það er þangað út, sem við ætlum.
Delescluze: Eruð þér gengnar af vitinu. Það er að
fara í opinn dauðann.
Gabrielle: Við verðum að fara.
Delescluze: Ég skil hvað þið viljið! En það er ekki
til neins, að gera gælur við hermennina. Þeir bera kann-
ske byssuna um öxl og láta sem þeir ætli ekki að skjóta,
en á meðan koma þeir nær og nær, og þegar þeir eru
komnir alveg að ykkur, þá skjóta þeir. Við þekkjum
þetta betur en þér.
Gabríelle: Það er ekki það, sem við ætlum.
Delescluze: Hvað ætlið þið?
Gabrielle: Við ætlum að ganga á milli ykkar. Við er-
um hér nokkrar konur, hundrað kannske, sem höfum
ákveðið að gera þetta.
(Snýr sér að konunum).
Komið, vinir mínir, nú förum við. Það er um að gera
að ganga rólega og stöðugt áfram, áfram, áfram, þang-
að til olckar hlutverki er lokið.
Delescluze: Stöðvið þær! Þær eru brjálaðar.
Gabrielle: Borgari Delescluze, hvað hafið þér að gefa
mönnunum? Þá kröfu, að þeir verjist þangað til enginn
er eftir. Þér ætlið að gera bæinn að blóðpolli. Við ætl-
um að bjarga lionum. Enginn getur stöðvað okkur. Geta
þeir það?
Konurnar: Nei.
Louis: Skjótið liana.
Gabrielle: Við erum líka við þvi búnar. Hvort þið
skjótið okkur eða þeir, það kemur í sama stað niður
200