Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 201
fyrir okkur. Það er aðeins eitt, sem við viljum: stöðva
stríðið.
Delescluze: Frið við böðlana. Það er að ofurselja sig
kúguninni. Skiljið þér það ekki?
Gabrielle: Ef við liéldum, að hver einasti Versala-
hermaður væri böðull, þá hefðuð þér á réttu að standa.
En við höldum, að flestir þeirra séu bara vesælir menn,
sem hafa látið gera sig að ginningarfiflum. Ég á hróð-
ur meðal þeirra.
Louis: Bróður i Versalasveitunum! Hvert í helviti,
skjótið liana!
Maurice: Látið hana vera!
Gabrielle (víö Delescluze): Haldið þér, að hver einasti
mótstöðumaður sé óvinur. Þá hafið þér ömurlega trú
á mannkyninu. Ég veit, að liermaðurinn er manneskja,
sem hefir verið svipt sjálfstæðri hugsun. Hann hefir
verið byrgður inni, alveg eins og þér voruð. Og við ætl-
um eklci að drepa fangana, við ætlum að frelsa þá. Fyr-
ir livern mann, sem þið' eða hinir skjótið, kemur ný
hefnd. En ef við verðum drepnar, þd á ekki að hefna
okkar! Við krefjumst aðeins eins: Hefnið okkar ekki!
Horfið á okkur þegar við erum dauðar og segið: liver
draþ þessar konur? Kannske ég, kannske óvinur minn.
Og segið: Þær vildu deyja, til þess að hinda enda á
hefndirnar. Þær fórnuðu lífi sinu af frjálsum vilja, til
þess að þið tveir, þú og óvinurinn, gætuð liorfzt í augu
í fyrsta sinn, án haturs og hefnigirni. Og þegar óvinur
litur þannig i óvinar augu, það er uppliaf friðarins.
Marie (hrópar): Ég fer með ykkur.
Louis: Nei!
Marie: Það er satt, sem hún segir. Þið reynið að stöðva
óvininn með því að ganga í dauðann. Það gerir hún líka.
Ég held það sé betra eins og hún hugsar sér það. Ég
held, að ég geti bjargað drengnum okkar, Louis. Og
þér lika.
Delescluze: Það er ósigurinn, sem þið trúið á. Þið
201