Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 203
KRISTINN E. ANDRÉSSON
ER MENNINGIN í HÆTTU?
Við höfum lifað í þeirri trú, að mannkynið væri á stöð-
ugri leið til aukins þroska, saga þess væri saga vaxandi
menningar. Þó öldur menningarinnar hafi risið og hnig-
ið, ein þjóð tekið við forystu af annarri, þá liöfum við lagt
þann skilning i veraldarsöguna, að mannkynið hafi í
heild sinni verið á þróunarbraut, seinfærri og torsótlri að
visu, en öruggri gegn um aldir timans. Þessi trú hefir
verið bjargið undir fótum okkar, minnsta kosti síðan
himnarnir hrundu, og mennirnir bundu framtið sína við
jörðina. Sérstaklega gaf 19. öldin þessari trú kraft og ör-
yggi. Hinar hraðstígu framfarir í véltækni og vísindum,
nýr skilningur á náttúru, mannfélagi og sögu, þótti lýs-
andi sönnun um mátt mannsins, um hæfileika hans til að
sigrast á frumöflum náttúrunnar og andstæðum eigin
samfélags, um möguleika hans til að búa sjálfum sér
frjálst’ lif á jörðinni. Og þjóðirnar uxu að þroska og rétt-
indum, sköpuðu sér verðmæti í veraldlegum hlutum,
menntun og listum, og gerðu sér æ glæsilegri vonir um
framtíðarhamingju.
En þá kvað við óheyrilegur vábrestur: heimsstyrjöldin
mikla. Vitringar og börn spurðu í ótta: Er þetta þroskinn
og menningin, sem 19. öldin og upphaf þeirrar 20. bjó
203