Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 204
mannkyninu? Er þetta ávöxturinn af nærri tvö þúsund
ára mannúðarstarfi kristindómsins? Trúin á fullkomnun
mannsins beið þungan hnekki. En þá kom kjörorðið: Lát-
um þetta verða síðustu styrjöld mannanna á jörðinni!
Glæsilegt kjörorð, en því miður endingarlítið. Fá ár voru
liðin frá síðustu styrjöld, þegar önnur ný var undirbúin
af óstjórnlegra kappi en nokkurt veraldarstríð áður. Og
nú vita allir, að verið er þegar að hleypa heiminum í nýtt
ófriðarbál. Nýr, sívaxandi ótti um framtíð þjóðanna,
þroska þeirra og menningu, hefir gripið alla hugsandi
menn. Er ekki allt í veði fyrir mannkynið, lífið, frelsið,
vísindin, listin, öll verðmætin, sem það hefir skapað með
starfi og liugviti á undangengnum öldum, allur menning-
ararfur kynslóðanna í viðtækustu merkingu þess orðs?
Spurt er í ótta um allan heim: Hvað verður um þjóðirn-
ar? Hver verða afdrif menningarinnar?
„Rauðum pennum“ ber sérstök skylda til gagnvart les-
endum sínum að ihuga þessa spurningu. Fyrir ári síðan
fluttu þeir íslendingum þann boðskap, að nýir glæsilegir
tímar væru að risa í sögu bókmennta og lisla í heiminum.
En spyrja þá ekki lesendurnir: Hvar sér þeirra stað, hinna
nýju tíma? í tröðkun réttinda, hergný, dauðastunum?
Eða heita það nýir tímar: Opinber árás, frammi fyrir öll-
um heimi, á varnarlausa, saklausa þjóð? Ennfremur: al-
ger vanmáttur sameinaðra menningarríkjanna að koma
í veg fyrir slíkan glæp. Eða: vopnuð uppreisn auðmanna
Spánar gegn menningar- og lýðræðisöflum þjóðarinnar?
Og: samtaka lilutleysi (!!) menningarlandanna, þegar
teflt er um líf og dauða menningarinnar hjá bræðraþjóð.
Hvar sér þeirra stað, hinna nýju tíma? Eru eklci glæpirn-
ir einir í vexti? Hvernig þróast þá bókmenntir og listir?
Deyr ekki allur nýgróður út? Við hverja fregn, sem úr
heiminum berst, lilaðast þessar spurningar nýjum ótta.
Heipt er með þjóðum, loft allt lævi blandið, eins og ný
Ragnarök séu í nánd.
Hver verða afdrif menningarinnar?
204