Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 205
Þungamiðjan í öllum málaflutningi „Rauðra penna“
1935 var sú, að skáldskapur og menning væru háð félags-
öflunum. Það var sýnt fram á þessa staðreynd með mörg-
um dæmum. Það var sýnt, að hinn nýi bókmenntagróður
væri tengdur frelsisbaráttu nýrrar stéttar, sem væri að
vinna æ stærri sigra i heiminum. Það var sýnt fram á
hrörnun menningarinnar í auðvaldslöndunum, eyðingu
hennar i fasistarikjunum, hið nýja líf hennar í landi sósi-
alismans. Það voru færðar sönnur á, að menning nútím-
ans ætti líf og framtið undir sigri alþýðustéttarinnar í
heiminum. Þeim rökum hefir ekki verið hnekkt, og þau
hafa hlotið hverja staðfestinguna eftir aðra siðan.
Svarið við spurningunni hér að ofan hlýtur því að okkar
dómi að vera félagslegs og stjórnmálalegs eðlis fyrst og
fremst. Aflsmunur hinna ríku og fátæku, þeirra tveggja
stétta, sem berjast um yfirráðin hjá hverri þjóð, hlýtur
að ráða úrslitum um það, hver verði afdrif menningar-
innar. Með hliðsjón af átökum þessara afla, er það verk-
efni þessarar ritgerðar að gera nokkra grein fyrir menn-
ingaraðstæðunum, eins og þær eru nú, og sérstaklegaþeim
breytingum, sem orðið hafa, siðan „Rauðir pennar“ komu
út í fyrra. Án ítarlegrar kynningar á hinum félagslegu
aðstæðum er engin leið að draga ályktanir um menning-
arhorfurnar. Ég vik fyrst að hinum andstæðu öflum, fas-
isma og sósíalisma, og síðan lýðræðislöndunum.
I.
Fasisminn hefir stríð að aðalmarkmiði. í þvi er
meginböl hans fólgið og stærsta hættan fyrir menninguna.
Með sigri fasismans ná einmitt völdum rángjörnustu öfhn
innan auðvaldsþjóðfélagsins, en í skipulagi þess liggja
rætur allra styrjalda. Hernaðarstefnu fasismans getur ekk-
ert sjáandi mannsbarn dregið í efa lengur, svo augljós er
hún orðin. Eftir ránsferð ítala á hendur Abessiníumönn-
um, eftir margendurtekin hróp Hitlerstjómarinnar á ný-
205