Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 207
opinskátt, beint framan í friðarþjóðirnar, á nýlendur
„sínar“, tala hildaust um landvinninga i Sovétrikjunum,
um málmauð Úralfjalla og kornekrur Úkraínu sem nægt-
ir til að bæta með úr skorti þýzku þjóðarinnar (og gefur
Hitlerstjórnin þar með opinbera viðurkenningu um úr-
ræðaleysi fasismans að sjá þjóðinni fyrir lifsmöguleikum).
Þegar svo nálægt stríðinu er komið, þá er að æsa þjóðina
sem allra mest, hvetja liana með dæmi Mussolinis.
Báðir, Hitler og Mussolini, hafa ætlazt hið sama fyrir,
þó á glóðum séu um valdadrauma hvors annars. f bili
sameinast þeir um næsta ránsfeng. Stríðsáætlun fasism-
ans er í rauninni þegar i framkvæmd. Spánn varð næsti
áfanginn eftir Abessiníu. Þar er heimsstyrjöld fasismans
hafin. Framar getur enginn um þá staðreynd deilt, að
fasisminn er að hleypa heiminum í nýtt óf-riðarbál, sem
hann hefir undirbúið árum saman í landránaskyni, til
hagsmuna nokkrum auðkýfingum. (
Hernaðarstefna fasismans þarf ekki frekari útlistunar.
Það er óvefengjanlega staðfest með atburðum síðustu
mánaða, að strið er efst á dagskrá fasismans, enda beint
framhald, einskonar hærra stig af arðráni hans heima
fyrir. Fasisminn er ekki annað en ofbeldisráðstöfun til
þess að tryggja fáum auð, en skapa fjöldanum hungur.
Þessi staðreynd er alltaf að koma skýrar fram og verða
almenningi um allan heim betur og betur ljós. En við
neyðina er ekki auðvelt að sætta heilar þjóðir til lengdar
án loforða eða vonarneista um það, að henni muni ein-
hverntíma linna. Með landvinningaáróðri sínum reynir
fasisminn ekki sízt að vekja hjá fólkinu drauma um við-
unanlegri lifskjör. í Abessiníu er nægur auður handa ít-
ölum, sagði Mussolíni, til huggunar smælingjunum, er
gjarnan þáðu meiri allsnægtir en 13 ára stjórn fasismans
hafði boðið þeim upp á. Til Úralfjalla og Úkraínu geta
Þjóðverjar sótt allsnægtir, segir Hitler, þeim til uppörv-
unar, er kann að finnast sporin þyngjast til Paradísarsælu
Þriðja ríkisins. En sannleikurinn um Abessiníustríðið er
207