Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 208
reyndar sá, að það liefir kostað ítölsku þjóðina vaxandi
böl og nýjar álögur. Og hver verður sannleikurinn um
ávinning Þjóðverja af stríðinu við Sovétríkin?
Hernaður út á við, eymd og ofbeldi heima fyrir: Það er
fasisminn í dýrð sinni. Og livernig skyldu þá vera menn-
ingaraðstæður hans? f stuttu máli: tortímandi. Allar stað-
reyndir sýna, að fasisminn leggur menninguna í rústir,
hvar sem liann nær yfirráðum. Það er meira að segja
erfitt að koma á fasisma, nema helsæra fyrst menningu
viðkomandi lands og gera fulltrúa liennar áhrifalausa.
Þetta er lika jafnan fyrsta verk fasismans. Friðarvinir,
skáld, vísindamenn, allir, sein starfa í þjónustu sannleika,
frelsis, réttlætis og mannúðar eru reknir frá störfum, sett-
ir í fangelsi, myrtir eða flæmdir úr landi. Þetta er það
fyrsta, en reynist þó ekki nægilegt. Menningarkerfi liverr-
ar þjóðar er sterkt vald, það hefir gömul tök iá fjöldanum.
Það er ekki hægt að framkvæma neina stjórnmálastefnu,
nema hafa menningartækin í liöndiun sér. Fasismanum
er ekki nóg að hafa útrýmt allri heilhrigðri, frjálsri
menningu, þegar hann leggur út í fyrirtæki eins og Abess-
iníustríðið, heldur þarf hann sjálfur að hafa haft mennt-
unartækin í þjónustu sinni um nokkurt skeið. Hið næsta,
er fasisminn hefir „hreinsað til“ á menningarstöðvunum,
er að ná stjórn á menningartækjunum og koma þeim í
þjónustu aðalmarkmiðs fasismans: hernaðarstefnunnar.
Ekki allt í einu, heldur srnátt og smátt eru þau tekin í
algerða þjónustu þessa tilgangs.
Á nákvæmlega sama hátt og iðnaðarframleiðslan, er hin
„nýja menning“ fasismans gerð að einum lið í stríðsundir-
búningnum. Á þessu sviði er nákvæmlega eins starfað
eftir fastri áætlun. Allt menningarkerfið, uppeldisstofnan-
ir, skólar, bókaútgáfur, útvörp, er sett í gang til þess að
plægja jarðveginn fyrir stríðið.
Hernaðaruppeldi italskra barna byrjar við sex ára ald-
ur. „Hitleræskan tekur við af hinum gráa her heimsstyrj-
aldarinnar; hún hefir skapað nýja manntegund: ungling-
208