Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 209
inn, sem er þess albúinn tólf ára gamall að deyja fyrir
hugsjón sína, eins og reyndur liermaður á vígstöðvunum“
(Der Angriff, 2.4. 1933). Þannig elur fasisminn sér upp
nýja kynslóð með hernaðartakmarkið eitt fyrir augum.
Hauskúpa er fánamerki 10 ára „Hitler-barnanna“ þýzku.
„Yið erum fædd til þess að deyja fyrir Þýzkaland“ var
liin stórletraða yfirskrift æskuþingstaðarins í Marnan,
þar sem þúsundir Hitleræsku komu saman 1935. Fædd
til þess að deyja! Þetta er uppeldisliugsjón fasismans,
túlkuð í skólum, fræðslustofnunum og öllum leyfilegum
félagsskap æskulýðsins. Þetta er menningarstarf fasism-
ans meðal æskulýðsins! Fyrir Þýzkaland! Það útleggst:
nokkra auðkýfinga, sem leiða hrun yfir Þýzkaland.
Þá er útgáfustarfsemin. Ég tek hér eitt dæmi. Fyrir jól-
in í fyrra gaf samband bókaútgefenda í Þýzkalandi út
auglýsingabindi, með útdráttum úr efni þeirra bóka, sem
mælt var með til jólakaupa handa þýzkum lesendum. Þar
voru taldar yfir 2000 bækur frá rúmum 230 útgáfufélög-
um. Og þegar lesinn er efnisútdráttur þessara bóka, þá
kemur í ljós, að þeim má öllum, nærri án undantekningar,
skipta í þrjá flokka: bein hernaðarrit, kynþátta- og ný-
lendu-bækur. En er þessir þrír flokkar eru betur atliugað-
ir, þá er stríðsáróður sameiginlegt inntak þeirra allra.
Kynþáttafræðin miðar öll að þvi, að vekja arískt ofstæki,
germanskan vígamóð og hatur til annarra þjóða, og ný-
lendubækurnar, sögur o. fl„ eru samdar með það fyrir
augum, að vekja ágirnd Þjóðverja á nýlendum, undirbúa
samskonar ránsferð og Mussolini. Sérstakt ldutverk, inn-
an allra þessara flokka, bafa æsingarnar gegn Sovétríkj-
unum, ýmist sem aðalefni eða krydd í vísindin og skáld-
skapinn. Skáldsögurnar heyra allar undir einhvern þess-
arra þriggja flokka, engu siður en „vísinda“-ritin.
Við útvarpsstarfsemina skal ekki tafið, aðeins bent á,
að hún er sterkasta áróðurstækið, og því er miskunnar-
laust beitt í þjónustu fasismans og komandi stríðs. Ætti
209