Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 211
auönar hefir horft, list öll kulnar og skáldin draga sig i
hlé. Jafnvel fasistiskir rithöfundar, sem efni var í, hafa
fljótt dáið út i þvi andrúmslofti lyga og kúgunar, sem fas-
isminn skapar. Ég vil minna á þýzka skáldið Felix
Riemkasten, sem fyrir nokkrum árum skrifaði „Der
Bonze“, en yrkir nú tóma vitleysu undir titlinum „Við
byrjum búskap, juchhei!“ Otto Praust, sem höfuðmál-
gagn nazistanna, „Völkischer Beobachter“ básúnaði eitt
sinn sem framtíðarinnar skáld í tilefni af sögunni „Þjóð í
deiglunni“, er nú seztur við að skrifa dýrasögur, og verð-
ur jafnvel þar lítið úr verki. Hin eldri góðkunnu skáld,
sem ekki höfðu kjark til að flýja land sitt, hafa flest gerzt
hljóðlát. Hin, sem reynt hafa að samþýðast fasismanum,
hafa beðið algert tjón á list sinni um leið og þau sviku
sjálf sig. Hans Fallada, sem frægur er fyrir söguna, Hvað
nú, ungi maður? er átakanlegt dæmi þeirra skálda.
Þannig eru áhrif fasismans á nútímamenninguna, en
hvernig býr hann þá að hinum sögulegu, þjóðlegu verð-
mætum?
Fasisminn telur sig þjóðlega stefnu. Hann hefir fram-
ar öllu unnið sér fylgi með þvi, að þykjast vilja vernda
arf þjóðarinnar og byggja á gamalli menningu hennar.
Sannleikurinn um ítalska fasismann er reyndar siá, að þeg-
ar hann brauzt til valda, átti hann ekkert hugmyndakerfi
við að styðjast og engar sögulegar rætur með þjóðinni.
Mussolini viðurkenndi, að þetta gæti á skömmum tima
orðið dauðadómur fasismans. I miklum flýti var liróflað
upp hugmyndakerfi. Eftir tvo mánuði var það fullgert,
og jafnframt „sannað“, að fasisminn væri ávöxtur af
aldalangri baráttu hins rómanska kynstofns. Eftir tvö
ár gat enskt tímarit birt grein eftir Mussolini, þar sem
Renan, Claudel og Péguy voru m. a. taldir kennifeður
fasismans! t
í stað þess að tengja við forna menningu þjóðarinnar,
slítur fasisminn þvert á móti öll menningartengsl henn-
ar.Má i fyrsta lagi benda á,hvernig hann ofsækir og reyn-
211