Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 212
ir að uppræta beztu menningarfulltrúana, alla þá, sem
nánast eru tengdir við líf og sögu þjóðarinnar. En lát-
um þá alla heita byltingarmenn, allt frá Ludwig Renn
iil Heinrichs Mann, eða Gyðinga, eins og Feuchtwanger,
Elisabeth Bergner og Einstein. Segjum ekkert við þvi,
þó marxisminn, sem við reyndar teljum dýrmætasta arf
þýzku þjóðarinnar, sé ofsóttur. Verum ekki of tortryggin,
þó jafnvel Thomas Mann, sem við viljum nefna með
borgaralegustu skáldum Þjóðverja, vaxinn upp úr alda-
langri, borgaralegri arfsögn, sé flæmdur úr landi. Lát-
um jafnvel þurrka burtu Gyðinginn Heine úr þýzkri bók-
menntasögu, prófessora missa stöðu fyrir að ætlast til,
að kandidatar þekki nafn hans, og Lorelei vera eftir
„óþekkt skáld“. Létum allt þetta vera óviðkomandi lífi
og sögu þýzku þjóðarinnar. En þegar svo langt er geng-
ið, að þurrka út allan naturalismann úr menningarsögu
Þjóðverja (eins og m. a. er gert í bókmenntasögu Josefs
Prestel), draga strik yfir nafn Arno Holz jafnt og Heines,
Börnes og Buchners, þá fylgjumst við ekki lengur með í
þjóðernisstefnu (!!) fasismans, þá eru sögulegu falsan-
irnar orðnar of auðsæjar. Og þegar ennfremur bætist við,
að Goetlie og Beethoven eru gerðir að fulltrúum hernað-
arstefnu, og verkum eftir þá stillt út með þeim versta
óþverra, sem SA-skáld hafa sóðað saman, þá er móðgun-
in við alll það, sem þýzk menning á verðmætast og helgr
ast, orðin ófyrirleitnari en svo, að því verði lýst með
orðum.
Ný og gömul menning Þýzkalands er kyrkt í helgreip-
um fasismans. Þeir einir, sem nú halda uppi þýzkri
menningu, eru útlagar úr föðurlandi sínu, slitnir úr sam-
bandi við þjóð sína. Þeir verða að gefa út rit sín í öðrum
löndum, og dauðarefsing liggur við að lesa þau hjá þeirri
þjóð, sem hvert orð þeirra er helgað.
Fasisminn er bert fjárvald. Hann á engar menningar-
legar hugsjónir til. Hann býr sér til hugmyndakerfi í
þjónustu styrjalda og þjóðakúgunar. Það mun erfitt að
212