Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 213
henda á nokkurt menningarsvið, þar sem fasisminn liefir
unnið sér frægð. Allstaðar er hrun og afturför á leið-
um lians. Ekkert er fasismanum lieilagt, ekki orð né eið-
ar, sízt af öllu arfur þjóðarinnar, sem hann kúgar. Fræga
menningarþjóð, eins og Þjóðverja, getur fasisminn á
örskömmum tíma dregið niður i villimennsku. Hin
l'rjálsa eðlilega sköpunarþrá mannsins er lögð i fjötra,
og eingöngu hagnýtt til framleiðslu drápstækja.
Þannig eru aðstæður menningarinnar í löndum fas-
ismans. ,
Þar sem fasisminn fer um, leggur hann menninguna
i auðn.
Ef fasisminn sigrar í heiminum, þá er menningin í
veði. —
II.
Næst er að lita á þær aðstæður, sem menningin á við
að húa Sovétríkjunum.
í fullkominni andstöðu við fasismann er alheimsfrið-
ur grundvallaratriði sósíalismans. Með afnámi auðvalds-
skipulagsins og framkvæmd sósíalismans er i Sovétríkj-
unum tekið fyrir rætur hernaðarstefnunnar. Stríð er
gagnstætt eðli og tilgangi sósialismans. Fyrsta verk Sovét-
stjórnarinnar var að hjóða óvinaþjóðunum frið. Rauður
þráður í allri utanríkispólitík Ráðstjórnarríkjanna alla
tíð síðan liefir friðarstarfsemin verið. Án þeirrar friðar-
starfsemi væri heimsstyrjöldin löngu skollin yfir. í orði
og verki sýna Sovétrikin friðarvilja sinn. Kjörorð þeirra
er: vér ásælumst ekki fel af landi annarra, en látum hcld-
ur ekki spönn af voru eigin. Innan véhanda Ráðstjórnar-
lýðveldanna eiga allar þjóðir jafnrétti, án tillits til kyn-
stofns eða þjóðernis. Sovétríkin fordæma undirokun ný-
lenduþjóða, eru málsvari þeirra á hverjum vettvangi
gegn landránastefnunni. Þau vinna að hlutleysissamning-
mn við allar þjóðir. Þau gengu 1 Þjóðabandalagið til þess
að umsteypa það i tæki til eflingar friði, og halda þar
213