Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 214
uppi málsta'ð smáþjóða og undirokaðra þjóða. Þau
styðja allt friðarstarf, taka þátt i öllum friðarþingum, all-
ir friðarvinir eiga athvarf hjá þeim. En aldrei hefir slarf-
semi Sovétríkjanna í þjónustu friðar og réttlætis birzt i
jafn glæsilegri mynd og nú gagnvart spönsku þjóðinni,
er þau, ein allra lýðræðisrikja, styðja með ráðum og dáð
til verndar friðnum í álfunni.
Um inntalc og ávöxt þessarar friðarstefnu sannfærast
menn fullkomlega með því að kynna sér sjálfa fram-
kvæmd sósialismans innan Ráðstjórnarrikjanna. Frið-
samlegt nýbyggingarstarf með velmegun, frelsi og jafn-
rétli allra að takmarki er stefna þeirra. Áætlanir Sovét-
ríkjanna hafa ekki verið liernaðaráætlanir. Samtímis og
Mussolini gerði áætlun um nýja styrjöld, gerði Sovét-
sljórnin áællun um friðsamlegt uppbyggingarstarf, svo
stórfenglegt, að jafnvel gamlir spámenn eins og H. G.
Wells hrópuðu upp um draumóra og skrumauglýsingu.
Þessi áætlun lagði grundvöll að efnalegu sjálfstæði Sovét-
rikjanna, veitti hin nauðsynlegu skilyrði til velmegun-
ar, fullkominna lýðréttinda og einstaklingsfrelsis. Önnur
áætlunin liefir tryggt sigur sósialismans og útfyllt skil-
yrði hinnar fyrri. Með framkvæmd hennar njóta Sovét-
þjóðirnar fyrst verulegs ávaxtar af skipulagi sósíalism-
ans, aukinnar velsældar og menningar. „Hér eftir getum
við gert manninn, í öllum lians mikilleik, að miðdepli
allra okkar áætlana. Maðurinn er ekki, eins og fasism-
inn staðliæfir, skarn á hóla veraldarsögunnar, hann er
ekki viðskeyti auðvaldsvélarinnar, sem á að skapa fá-
mennum hópi mannfélagsómaga þægilega tilveru í lióg-
lífi og munaði. Maðurinn er sinnar eigin gæfu og sögu
smiður. Hið stórfenglega takmark sósíalismans er ein-
mitt maðurinn sjálfur“ (Stalin, mai 1935). Með fram-
kvæmd sósíalismans öðlast maðurinn ný og óþekkt skil-
yrði til vaxtar og þroska. En með þroska og vexti sjálfs
hans blómgast allt starf hans, verklegt og menningarlegt.
Um leið og maðurinn er orðinn velmegandi og frjáls í
214