Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 215
hinu nýja þjóðfclagi, þá skapar hann líf, grósku, afrek,
hamingju í kring um sig. Sú sköpun er nú einmitt að
fara fram i Sovétrikjunum. Á einu ári, frá þvi „Rauðir
pennar“ 1935 komu út, liefir breytingin orðið stórkost-
leg í framfaraátt. Ég vil nefna tvö félagsleg (og um leið
menningarleg) dæmi, Slachanoffhreyfinguna og nýju
stjómarskrána.
Stachanoffhreyfingin er kennd við kolanámumann-
inn Stachanoff, sem hratt henni af stað. Hún kom upp
seinni hluta ársins 1935, og er fólgin í því, að í ýmsum
iðnaðargreinum i Sovétríkjunum urðu skyndilega óvenju-
leg afköst, sem stigu hærra og hærra og sprengdu öll
fyrri met innan Ráðstjórnarríkjanna, og í sumum grein-
um heimsmetin. Eftir að fyrstu afköstin voru gerð, var
eíns og stýfla væri brotin, og þau breiddust út víðsvegar
um landið, á fleiri og fleiri sviðum, og vakti þessi hreyf-
ing fljótt athygli og undrun um allan heim. Stalin gerði
í ítarlegri ræðu grein fyrir þessari hreyfingu, og taldi
aðalrætur hennar fernskonar: í fyrsta lagi hin bættu
lifskjör almennings. „Menn lifa nú betur, félagar, menn
lifa nú ánægðari. Og þegar lífið er ánægjulegt, þá geng-
ur vinnan.“ I öðru lagi þá staðreynd, að allt arðrán sé af-
numið, „hér er hinn vinnandi maður í heiðri hafður. Hér
vinnur hann ekki fyrir arðræningjann, heldur fyrir sjálf-
an sig, stétt sína, samfélag sitt. Hér finnur ekki hinn vinn-
andi maður, að hann sé vanræktur eða einmana.“ I þriðja
lagi hina nýju tækni, sem þjóðin liafi náð valdi yfir. Og
að síðustu nefnir Stalin hið nýja mannval Sovétríkjanna.
„Eigi tæknin að gefa árangur, þarf menn, úrvalslið verka-
manna og verkakvenna, sem er fært um að gangast fyrir
tækninni og fullkomna hana .... nú er það ljóst, að við
eigum slíkt úrvalslið. Það er greinilegt, að án þessa úr-
valsliðs, án þessa nýja fólks væri engin Stachanoffhreyf-
ing til. Þannig sköpuðu hinir nýju menn úr röðum verka-
manna og verkakvenna, sem náð hafa valdi á hinni nýju
215