Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 216
tækni, þann kraft, sem fætt hefir af sér Staclianoffhreyf-
inguna og ber hana fram.“
Rölc Stalins eru einföld og sannfærandi. Staclianoff-
lireyfingin kom fram, þegar hinn efnalegi og vélræni
grundvöllur var lagður, þegar manngildið var orðið mæli-
kvarði alls. Þegar maðurinn er frjáls, laus við fátækt og
arðrán, metinn að verðleikum í samfélaginu, þá sprettur
líf og starf og afköst umhverfis hann. Stachanoffhreyf-
ingin kom sem bylting, en hún var undirbúin í þjóðfélag-
inu með framkvæmd sósíalismans. Yið höfum aðeins liaft
fregnir af Stachanoffhreyfingunni í ýmsum atvinnugrein-
um. En sú bylting og blómgun afreka, sem hún er dæmi
um, á sér raunar stað á öllum sviðum, verklegum og and-
legum, í Sovétríkjunum. Umhverfis hinn nýja mann,
frjálsan og hamingjusaman, er allt í gróandi, sterkri og
hraðri gróandi í Sovétríkjunum.
Bezta sönnunin fyrir hinu frjálsa umliverfi, sem mað-
urinn skapar sér með framkvæmd sósíalismans, er hin
nýja stjórnarskrá, sem nú liggur fyrir til samþykktar í
Ráðstjórnarríkjunum. Hún veitir i fyrsta lagi jafnar, bein-
ar og leynilegar kosningar, fullkomnara lýðræði, en mann-
íelagssagan liefir áður þekkt. Fyrir var i Sovétríkjunum
alræði öreiganna, sem að vísu fól í sér mjög fullkomið
lýðræði fyrir alla alþýðu.*) Þetta alræði liélzt, meðan ver-
ið var að innleiða sameignarskipulag sósíalismans og ala
upp og mennta alþýðuna, svo að hún gæti tekið við frelsi
sósíalismans, og meðan verið var að útrýma leifum kapí-
talismans. Nú eru Sovétríkin orðin veldi, sem hvílir á
föstum grundvelli liins sósíalislíska samfélags. Og nú eru
þau ekki aðeins fær um að veita þjóðinni margaukin
lýðræðisréttindi, heldur tryggja þau henni jafnframt þessi
réttindi, sem jafnvel hið fullkomnasta borgaralega lýð-
ræði gat aldrei veitt neinni þjóð, ekki einu sinni á papp-
*) Sjá ritgerð Björns Franzsonar hér að framan í bókinni.
216