Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 218
in á mjög hátt stig. Jörð, haf og loft, mannfélag, líf og
saga, er skipulagslega rannsakað á feikilega víðtækum
grundvelli. Stórir leiðangrar eru gerðir út til margskonar
náttúru-rannsókna. f landakönnun, verkfræði, jarðeðlis-
fræði, jarðsögu, félagsfræði, þjóðsögu, lífeðlisfræði og
læknavisindum sækja Sovétríkin nú fram úr öðrum þjóð-
um eða minnsta kosti inn í fremstu raðir, og allri þessari
vísindastarfsemi gefa þau að meira eða minna leyti nýtt
innihald og nýja stefnu. Aðaltakmarkið er að vinna í þjón-
ustu fólksins sjálfs, skapa því betri aðbúð og frjálsara
umhverfi, og þó spegiast orðið víða i þessari starfsemi
sjálf þekkingarþrá mannkynsins í hreinni mynd. Könnun
Norður-íshafsins hefir vitanlega stórkostlegt félagslegt
gildi, hún opnar nýja möguleika til hagsmuna fyrir þjóð-
ina, en hún er i senn iðkuð sem þekkingargrein. Rannsókn-
ir á jörðinni leiða fram í dagsljósið dýra málma, en vikka
jafnframt þekkingarsvið mannsins. Svipað er um hverja
aðra rannsóknargrein, sem lögð er rækt við. Um leið og
hún eykur vald mannsins, víkkar liún sjóndeildarhring
lians. Menningargildi hennar er margþætt. í lífi Sovét-
þjóðanna verða þeir þættirnir nú sífelt meira áberandi,
sem grípa inn á svið sjálfrar þekkingarleitarinnar. Við
hinar nýju aðstæður blómgast sovétmenningin í hinni
fjölskrúðugustu mynd. ,
Það er ekki rúm til þess að taka hér mörg dæmi. í árás-
um manna á sósíalismann hefir mjög verið teflt fram
þeirri staðhæfingu, að hann væri óþjóðlegur, vildi steypa
allar þjóðir (jafnvel alla einstaklinga) í sama mót, þurrka
út sérkenni þeirra. En öll reynslan úr riki sósíalismans
sýnir einmitt það gagnstæða. Lausnin á þjóðernismálun-
um er eitt hið glæsilegasta við skipulag þess. Allt misrétti
kynstofna er afmáð, kynþáttahatur fordæmt. Stefna Sov-
étrikjanna var sú frá upphafi, að gefa hverri þjóð innan
bandalagsins (en þær eru nærri 200) sjálfstæði, frelsi og
jafnrétti. Þessi stefna liefir orðið hinn stærsti sigur fyrir
Ráðstjórnarrikin. Öll hin fjötruðu þjóðernisöfl leystust úr
218