Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 219
læðingi, og eiga sinn mikla þátt i stórvirkjum sambands-
rikjanna. Ávextir þessa koma m. a. fram i glæsilegri fjöl-
breytni menningarlífsins. Innihald sósíalismans krystall-
ast i ýmsum myndum lijá hverri þjóð. I hinu friðsamlega
samstarfi ríkjanna nýtur hver þjóð hezt krafta sinna og
hæfileika með þvi að þroskast eftir sínum eigin lögmálum.
Og það er sósialisminn, með afnámi þjóðkúgunar i hverri
mynd, sem veitt hefir hina fullkomnustu möguleika til
þessa. Það er efni i margar hækur að lýsa því, hvernig
atvinnulíf og menning hefir blómgazt hjá hverri þjóð fyr-
ir sig innan Ráðstjórnarlýðveldanna. Margar þeirra hafa
risið úr algerðri niðurlægingu og menntunarleysi til auð-
ugt atvinnulífs og fyrstu þátttöku í menningarlifi. Mörg
þjóðabrotin hafa t. d. fyrst eignazt ritmál við myndun
Sovétríkjanna. Hin þjóðernislega vakning innan Sovét-
ríkjanna á grundvelli liins friðsamlega samstarfs allra
sambandsþjóðanna undir skipulagi sósialismans hefir
lyft Grettistökum. Hin fullkomnasta rækt, meiri en dæmi
þekkjast til, er lögð við öll þjóðleg sérkenni, i félagslífi,
siðum og menningu. Útgáfu- og bókmenntastarfsemi
hverrar þjóðar vex með byltingahraða. Á rithöfundaþing-
inu i Moskva 1934 fékkst ljóst yfirlit um bókmenntaafköst
Sovétþjóðanna, hið lífræna samband við skáldskap þeirra
allra og jafnframt sérblæ hans lijá hverri þjóð. En þó
speglaðist þjóðleg fjölbreytni Sovétbókmenntanna fyrst
verulega í sumar á rithöfundaþinginu, sem haldið var i
Minsk á Hvíta-Rússlandi. Því miður er ekki rúm til að
skýra frekar frá því.
Rétt er að geta um í þessu sambandi, hve einstök rækt
er lögð við sögulegan arf hverrar þjóðar innan Ráðstjórn-
arlýðveldanna. Öll þjóðleg fræði (sagnir, ævintýri, þjóð-
kvæði o. s. frv.) eru stunduð af mesta kappi, einkum síð-
ustu árin. Þó gildir ekki fræðimennskan ein, heldur er
samtímis séð um að láta vinna úr þessum efnum. Skipu-
lagslegar rannsóknir fara fram á liverju sviði. Skáldin t.
d. kynna sér þjóðkvæðin, með það fyrir augum að ná
219