Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 220
töfrum þeirra í sín eigin ljóð. Takmark sósíalismans er að
vinna úr öllum menningararfi kynslóðanna, leysa úr læð-
ingi alla bundna krafta þjóða og stétta til voldugri menn-
ingarsköpunar en nokkru sinni hefir þekkzt. Öll verðmæti
sögunnar, er gildi liafa fyrir nútíð og framtíð, eru endur-
lífguð og þau gerð að eign alþjóðar. Hvergi njóta nú t. d.
hin eiginlegu stórmenni sögunnar jafn alúðlegrar ræktar
eins og í Sovétrikjunum. Ég nefni aðeins eitt dæmi. Eitt
af frægustu skáldum Rússa, Puschkin, á hundrað ára
dánarafmæli næsta ár. Snemma á þessu ári var hafinn
víðtækasti undirbúningur til að minnast þessa afmælis.
Það var stofnað lil ráðstefnu i Moskva, samkeppni fer
fram milli ýmissa borga, ennfremur samyrkjuhúa, um
heztan undirbúning að afmælinu. Hvað eftir annað liafa
dagblöð og tímarit viðsvegar um Sovétríkin flutt greinar
um Puschkin, birl kvæðí eftir hann, livatt þjóðirnar til
að minnast stórskáldsins á sem lieztan hátt, með því að
gera list þess að alþjóðareign. Rit Puschkins verða gefin
iit í nýjum, stórum og vönduðum útgáfum á fjölda mál-
um. Til þess að varpa enn skýrara Ijósi á það, hvernig
Sovétríkin meta stórskáld sögunnar, vil ég sýna, livernig
útgláfurnar af verkum Puschkins liafa aukizt síðan um
byltinguna. Fyrsta útgáfan af verkum skáldsins kom
1838, sú næsta 17 árum seinna. 1860 kom þriðja iitgáfan,
og sii 4. ekki fyrr en 12 árum þar á eftir. I rauninni veitti
byltingin fyrst almenningi á Rússlandi aðgang að verkum
þessa meistara. 1918 kom tuttugu og ein útgáfa af ljóðum
skáldsins í 212 þús. eint., 1919 seytján útgáfur í 725 þús.
eint. Frá 1917—1936 hafa alls verið gefnar út 248 Pusch-
kin-útgáfur í 6.390.000 eintaka lieildarupplagi, fyrir utan
þýðingar á mál sambandsríkjanna.
Puschkin er hér aðeins tekinn sem dæmi. Ekki liefir
verið lögð minni rækt við aðra höfuðsnillinga, eins og t.
d. Tolstoj og Dostojevski. Þeir eru nú lesnir mörgum
sinnum meira en áður. Og þetta gildir ekki aðeins um
rússnesk skiáld og listamenn. Goethe, Schiller, Heine, Höl-
220