Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 221
derlin, Dante, Shakespcare, Servantes, Beethoven, Mozart,
Schubert, Rembrandt, eru allir í hávegum hafðir í Sovét-
ríkjunum, verk þeirra þýdd, lesin, flutt og túlkuð í skól-
um eða öðrum menntastofnunum. Óneitanlega er svo kom-
ið, að minning Goethe t. d. er í hetri varðveizlu hjá al-
þýðu Ráðstjórnarríkjanna en nazistum Þýzkalands, er
afskræma hana í augum þýzkrar alþýðu. Og Shakespeare,
sem virðist orðinn of stórbrotinn höfundur fyrir England
og Ameríku, nýtur áreiðanlega dýpra skilnings á leiksvið-
um Sovétríkjanna en annars staðar. Verlc hans ná þar
sívaxandi úthreiðslu.
Andrúmsloft sósíalismans er í heild sinni orðið svo
gerólíkt því, sem við þekkjum úr auðvaldsheiminum, að
erfitt er að gera sér grein fyrir því. Samtímis því að hatur,
bölsýni og eyðing gagnsýrir allt lif annarraþjóða,blómgast
friðsamlegt samstarf og menningarríkt líf, fullt af gleði
og hjartsýni, með Sovétþjóðunum. I þvi alvörunnar
myrkri, þeirri hatursins kyngi, sem við könnumst svo vel
við, væri óhugsandi að sá gróður gæti þrifist, sem nú
sprettur svo ört í Sovétrikjunum. Það er t. d. óhugsandi
möguleiki í auðvaldsríki, að slíltar umræður um list,
efni hennar og form, gætu upptekið svo heila þjóð mánuð-
um saman, eins og átti sér stað í Sovétríkjunum í sumar.
f daghlöðum, tímaritum, skólum, verksmiðjum, á sam-
yrkjubúum, var list i skáldskap, söng, byggingum hið
heita, almenna umræðuefni. Jafn brennandi áhugi lieillar
þjóðar fyrir listrænum efnum er vafalaust óþekkt fyrir-
brigði í sögunni. En þetta er sönn spegilmynd af hinni
nýju menningarblómgun, hinum lifandi þjóðagróðri í
Sovétríkjunum.
í stuttu máli: í skjóli hins nýja skipulags sósíalismans
og friðarstefnu hans sprettur upp hið auðugasta og fjöl-
breyttasta menningarlíf í Ráðstjórnarríkjunum. Þó er hér
ekki aðeins um glæsilega nýbyrjun að ræða, heldur einnig
framhald menningarinnar, eins og hún hefir birzt í mestri
fullkomnun hjá öðrum þjóðum. í Sovétríkjunum heldur
221