Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 222
menningarþroski mannkynsins áfram til meiri fullkomn-
unar. „Félagsaðstæður vorar setja ekki takmarkanir —
heldur fela í sér ótakmarkaða þroskamöguleika. Það ligg-
ur í eðli þeirra að endurlífga, i nýrri ósegjanlega æðri
mynd, allt það bezta og fullkomnasta, sem nokkurntíma
hefir verið til i sögunni á undan.“ (Rosenthal: Internatio-
nale Literatur, 5. h., 1936).
Þannig eru aðstæður menningarinnar i ríki sósíalism-
ans.
Þar sem sósíalisminn er ráðandi, blómgast menningin.
Ef sósíalisminn sigrar í heiminum, er engin hætta um
menninguna, heldur á hún þá framundan sitt glæsilegasta
blómaskeið.
III.
Þessar tvær þjóðfélagsandstæður, fasisminn og sósial-
isminn, er önnur stefnir til gereyðingar, hin til blómg-
andi lífs og menningar, ráða mestum úrslitum um þró-
un lýðræðislandanna. Þar skerst meir og meir í sams-
konar andstæður, ósættanlegar og hatrammar. Lýðræðis-
þjóðir Evrópu hafa með vaxandi ótta séð fasismann
nálgast, heyrt þórdunur hins komandi stríðs færast nær.
Hjá þeim öllum á fasisminn sína bandamenn, auðmenn-
ina, sem hvergi hika við að steypa glötun yfir þjóð sína.
En þjóðirnar sjálfar, öll alþýða í löndunum, hatar fas-
ismann og stríðið, og auðmannastéttina, sem vill koma
hvorttveggja á. í hverju landi, hjá milljónum og tugum
milljóna um allan heim, er það hin brennandi spurn-
ing: Hvernig getum við hindrað fasismann, komið í veg
fyrir striðið? Þetta er lcjarnaspurningin, þýðingarmest
allra, sem uppi eru í heiminum, því hún tekur til sjálfs
framtíðarlífs mannkynsins á jörðinni. Þetta var líka
kjarnaspurningin á Alþjóðaþingi kommúnista 1935.
Dimitroff, hinn reyndi foringi heimsverkalýðsins, gaf hið
ítarlegasta svar við þessari spurningu. Hann sýndi fram
á, að fasisminn er stefna, sem ber eyðinguna í sjálfri
222