Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 223
sér, og vinnur þar með að sínu eigin hruni. Hann sýndi
fram á, að það er fullkomlega mögulegt, að liindra sig-
ur fasismans. Og hann benti á ráðin til þess: samfylk-
ingu allra þeirra tugmilljóna um allan heim, verkalýðs,
bænda, millistétta, sem hata fasismann og hernaðar-
stefnu hans. Dimitroff segir: „Við erum engir uppþorn-
aðir sagnfræðingar, við erum stríðandi baráttumenn
alþýðustéttarinnar, sem skyldir erum að gefa svar við
þeirri spurningu, er þjáir milljónir verkamanna: Er
hægt að koma í veg fyrir sigur fasismans, og hvernig
má það takast? Og við svörum þessari spurningu millj-
ónanna: Já, félagar, það er hægt að stemma stigu við
framsókn fasismans. Það er fullkomlega mögulegt. Það
er undir ykkur sjálfum komið, verkamönnunum, bænd-
unum, allri vinnandi alþýðu.“ . . „Baráttueining alþgð-
unnar á þjóðlegan og alþjóðlegan mælikvarða er það
máttuga vopn, sem gerir alþýðunni mögulegt, ekki að-
eins að veita árangursríka vörn, heldur hefja jafnframt
árangursríka gagnsókn á hendur fasismanum, á hend-
ur fjandmannastéttinni.“
Þessi samfylkingarhugsjón, sem kommúnistar liöfðu
barizt fyrir árum saman, en borin var fram af nýjum
skilningi og krafti á 7. heimsþinginu, varð á ótrúlega
skömmum tíma það máttarvald, sem hrundið hefir sókn
fasismans og auðvaldsins og milljónirnar um víða ver-
öld byggja á traust sitt og sigurvonir. Ekkert kjörorð
alþýðunnar hefir farið með jafnmiklum leifturhraða
um heiminn, eða gripið fjöldann jafn sterkum tökum.
Samfylkingin hefir á síðustu mánuðum orðið það form,
sem stéttabaráttan gegn auðvaldi, fasisma og stríði hef-
ir tekið á sig í heiminum. Hún hefir orðið það í vit-
und og framkvæmd alþýðunnar, þrátt fyrir harðskeytta
andstöðu afturhaldsaflanna, m. a. innan verklýðssam-
takanna. 1 nokkrum löndum hefir alda samfylkingar-
innar risið svo hátt, einkum á Frakklandi og Spáni,
að hún braut foringja hægfara jafnaðarmanna og borg-
223