Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 224
aralegra flokka til hlýðni við sig, náði meirihlutafylgi
þjóðanna og hóf þannig gagnsókn á hendur auðvald-
inu og fasisma þess. Á Spáni gripu þá auðmennirnir
með hjálp hersins til vopnaðrar uppreisnar, sem ennþá
stendur yfir. Þar fer fram vægðarlaust stríð, upp á líf
og dauða, milli svæsnasta hluta auðmannastéttarinnar,
sem koma vill á fasismanum, og lýðræðislegrar stjórn-
ar með samfylkingu alþjóðar að baki sér, samfylkingu
á svo breiðum grundvelli, að hún nær jafnframt til
liinna frjálslyndustu auðmanna. Á Spáni er þegar háð
úrslitatilraunin til að kgma fasismanum á. Sú tilraun
liefir verið studd öfluglega af fasistarikjunum, Þýzka-
landi, ílaliu og Portúgal, og jafnvel óbeinlínis með lilut-
leysi lýðræðislandanna. Ennfremur hafa uppreisnar-
menn beitt fjrir sig erlendu Mára-liði (eins og lil þess
að undirstrika þjóðernistilfinningu sína!). En þrátt fyr-
ir þennan ójafna leik, hefir tilraun auðmannanna til
að koma á fasismanum strandað á óliagganlegum mætti
samfylkingarinnar.
Spánn er nú brennidepillinn í varnarbaráttu Vestur-
evrópuþjóðanna gegn ofbeldi fasismans. Þar eru úrslit-
in háð um lirun hans eða framgang, um sigur eða ósig-
ur lýðræðis og frelsis á komandi tíma. En Spánn er nú
jafnframt brennidepillinn i baráttunni gegn hinni nýju
heimsstyrjöld, sem uppreisnin er forleikur að. Úrslit
baráttunnar á Spáni varða allan heiminn, enda skiptist
hann þegar til sóknar og varnar i inálefnum Spánar.
Borgarastyrjöldin þar hefir orðið til þess, að varpa marg-
falt skýrara Ijósi á hina alþjóðlegu stéttabaráttu, að
opna augu nýrra milljóna fyrir eðli og tilgangi auð-
valdsins, að svipta hræsnigrímunni af hinum dulbúnu
óvinum alþýðunnar, að sanna henni áþreifanlega lýð-
ræðisanda Sovétrikjanna (sem ein hafa sýnt spönsku
lýðræðisstjórninni einarðlegan vináttuhug og stuðning),
að staðfesta margfaldlega hina knýjandi nauðsyn á
framkvæmd samfylkingarinnar um allan lieim. Barátta
224