Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 225
heimsalþýðunnar og bandamanna hennar gegn fasisma
og stríði hefir aldrei fyrr náð jafn háu stigi.
Á alþýðusamtök Englands, er fram að þessu hafa sýnt
litla árvekni, er jafnvel kominn þungur skriður. Sam-
úðaraldan með frelsisbaráttu spönsku þjóðarinnar er
geysilega voldug meðal alþýðu allra landa. Á hinn hóg-
inn styðja málgögn auðmannanna (sbr. Morgunblaðið)
fasistana af blygðunarlausum ofsa. Þar getur hver þjóð
þekkt sína svörnustu fjandmenn, í samúð þeirra með
þjóðernissvikurum og landránamönnum, enda rís æ
voldugri reiðibylgja móti þeim í hverju landi, og á al-
þjóðlegan mælikvarða. Öll alþýða manna i heiminum
hatar auðvaldið, fasismann og stríðið. „Það er ekki til
i heiminum nein þjóð, sem óskar eftir styrjöld,“ eru
orð Stalins. Sína máttugustu staðfestingu liafa þau eign-
azt á friðarþinginu í Brussel i haust, þar sem saman
voru komnir fulltrúar meira en hundrað milljóna
manna til kröftugra andmæla nýrri heimsstyrjöld. Ann-
að leiftrandi dæmi þess, hvað friðarhreyfingin er orð-
in sterk í heiminum, er úthlutunin á friðarverðlaunum
Nobels til Karls von Ossietsky, hins heimsfræga rithöf-
undar og friðarvinar, sem verið hefir fangi fasistanna
á Þýzkalandi á 4. ár.
Samfylking allrar alþýðu, bænda og millistétta, ráð-
ið, sem Dimitroff gaf til varnar og sóknar móti fas-
ismanum í nafni miðstjórnar kommúnistaflokksins á
lieimsþinginu í Moskva 1935, er orðið hið sterka leiftr-
andi kjörorð, er safnar um sig milljón af milljón hins
striðandi lýðs. Samfylkingin ein, með Sovétríkin að bak-
hjarli, er það máttarvald, sem hið vinnandi mannkyn
byggir á þær vonir sínar, að takast megi að vinna bug
á fasismanum og koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld.
Samfylkingin er hin sterka rödd fólksins, er heimtar
rétt sinn til að lifa frjálsu lífi á jörðinni, en liún er
jafnframt framkvæmdavald þess.
225