Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 226
Við hinar hatrömmu andstæður innan þjóðfélaga
hinna borgaralegu lýðræðislanda eru öll menningarskil-
yrði mjög í tvísýnu. í fjárhagskreppu auðvaldsins hafa
þau stórum versnað. Öll framlög til menningarlegrar
starfsemi, fræðslu, vísinda og lista, hafa verið mjög rýrð.
Allur sá brennandi áhugi, sem borgararnir um eitt skeið
höfðu á þessum málum, hefir hjaðnað niður. Það liefir
orðið almenn menningarhnignun hjá borgarastéttinni á
síðustu árum. Á hinn bóginn hefir vaxið upp mjög álit-
legur nýgróður í skjóli verklýðshreyfingarinnar. En sá
nýgróður hefir í liverju landi átt við hin hörðustu skil-
yrði að búa. „Rauðir pennar“ í fyrra gerðu ítarlega grein
fyrir þessu. I heild sinni hafa þannig menningaraðstæð-
ur hinna borgaralegu lýðræðislanda verið langt frá því
æskilegar. Menningin hefir ekki verið frjáls, hún hef-
ir ekki fengið að þróast að eðlilegum hætti, hún hefir
ekki búið við þá velmegun, sem henni er nauðsynleg.
Jafnvel beztu fulltrúar hennar hafa verið lagðir í ein-
elti. Þetta er langt frá því ákjósanlegt, t. d. saman-
borið við aðstæðurnar í Sovétríkjunum. En það má
gera annan samanburð: við aðstæðurnar í fasistalönd-
unum. Og þá breytist matið. Þá verða menningarskil-
yrði hins borgaralega lýðræðis, þó ekki séu þau ákjós-
anleg, að minnsta kosti viðunandi. í samanburði við
kúgun fasismans, er frelsi lýðræðislandanna, þó tak-
markað sé, jafnvel ómetandi. í samanburði við villi-
mennsku fasismans er hin borgaralega menning, jafn-
vel í hrörnun sinni, verðmæt eign, sem menn ekki vilja
glata, hvað þá ef litið er á hinn sögulega arf liennar,
sem býr yfir dýrum verðmætum í sjálfum sér. Þegar
fasismahættan er annars vegar, hljóta því allir, sem
menning er nokkurs virði, að sameinast til varnar, jafnt
fulltrúar verklýðs- og borgara-menningar.
Á síðustu tímum hefir farið fram stórkostleg brevt-
ing á afstöðu allra frjálslyndari menntamanna, en þó
sérstaldega eftir að alda samfylkingarinnar reis í sín-
226