Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 227
um nýja mætti. Hún vakti þá til umhugsunar um hina
aðsteðjandi hættu frá fasismanum. Og er þeir fóru að
hugsa, komust þeir að sömu niðurstöðu og alþýðan:
Hin brennandi spurning er að hindra fasismann og
stríðið. Þeir höfðu áður verið óhultir: visindin eru okk-
ar svið, listin er okkar svið, við viljum vera i friði fyr-
ir pólitík! En pólitíkin hefir sótt þá heim. Þeir sáu fas-
ismann færast nær. Þeir sáu, að öll menning, bæði
verkalýðsins og eins hin borgaralega, var í veði, þeirra
eigið starf, þeirra eigin verðmæti, er þeir margir hverj-
ir höfðu varið æfinni til að skapa. Gátu þeir heðið leng-
ur? Nei, þeir komust að þeirri niðurstöðu, að þeir gætu
þó ekki beðið lengur. Þeir hrukku upp í ótta: menn-
ingin, hún er lif okkar! Yið verðum að vernda hana
eins og sjálft lífið!
En hvernig áttu þeir að vernda menninguna? Stóðu
þeir ekki sjálfir varnarlausir uppi, tvistraðir, án sam-
taka? Þeir komust ekki hjá að mynda með sér sam-
tök. „Rauðir pennar“ skýrðu nokkuð frá þessum samtök-
um. I hverju landinu af öðru spruttu upp félög mennta-
manna, skálda, rithöfunda, jafnvel alþjóðaþing var háð
til eflingar og verndar menningunni. Það varð komið
á allviðtækri samvinnu. En þó stóðu menntamennirnir
enn skiptir, eins og alþýðan. Það lamaði allan styrk
þeirra. Ef árangur átti að nást af samtökum þeirra gegn
fasisma, til verndar menningunni, þá varð að komast
á samstarf milli allra þeirra (hvaða skoðunum, sem
þeir að öðru leyti fylgdu), sem í raun og sannleika
unnu menningunni og eitthvað vildu á sig leggja til
varðveizlu hennar og eflingar. Með hættu fasismans og
stríðsins yfir sér, var það óafsakanlegt ábyrgðarleysi, að
deila um skoðanamun í smáatriðum, í stað þess að sam-
einast allir sem einn maður um aðalatriðið, sem að
ályktun hvers hugsandi heiðarlegs menntamanns hlaut
að vera það, að forða menningunni frá þessari yfirvof-
andi hættu. Hér komu rök samfylkingarstefnunnar upp
227