Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 228
í opið fangið á menntamönnunum, enda er það einn
af liennar miklu ávinningum, að hafa greitt mjög fyr-
ir öllu samstarfi menntamanna af ólíkum skoðunum,
bæði fulltrúa verklýðsmenningarinnar og hinnar horg-
aralegu. Sú tortryggni, sem áður átti sér stað á milli
þeirra, hefir stórum hjaðnað. Þeir liafa lært að skilja
hvorir aðra betur. Lengi kváðu við mótbárur. Frá sósíal-
istum: hvernig getum við starfað með borgurum? Þeir
eiga allt aðrar lífsskoðanir, menning þeirra liefir týnt
öllu innihaldi. Frá borgurunum: Við störfum ekki með
byltingarmönnum, þeir eru ofstækisfullir og þröngsýn-
ir. En vildu menn þá heldur lenda undir öxi fasism-
ans? Allra þessara manna, jafnt hinna frjálslvndu
borgaralegu menntamanna og sjálfra byltingarmann-
anna, biðu nákvæmlega sömu örlög, ef fasisminn næði
völdum, lífsstarf beggja yrði lagt í rústir. Að vilja ekki
sameinast, var að ganga i opinn dauðann, var að leiða
tortíminguna yfir sig, var óbeinlínis að ganga í lið með
eyðingaröflunum. Og augu fjölda menntamanna liafa
opnazt fyrir þessu. Og livar sem samvinnan var hafin,
kom það í ljós, að skoðanamunurinn var ekki til fyr-
irstöðu. Hinir byltingarsinnuðu og borgaralegu mennta-
menn gátu fyllilega unnið saman, án minnsta sundur-
þykkis, að hinu sameiginlega þýðingarmesta hlutverki:
verndun allrar menningar fyrir ofbeldi fasismans og
gereyðingu hins komandi stríðs. Við framkvæmd þessa
hlutverks fer nú sívaxandi bróðurleg samvinna milli rit-
höfunda af ólíkum skoðunum, byltingarsinna og borg-
ara. Þar tengjast í einu starfi Romain Rolland og H. G.
Wells, Bertolt Brecht og Thomas Mann, Ilja Ehrenburg
og Aldous Huxley, Andersen-Nexö og Selma Lagerlöf
o. s. frv. o. s. frv. I dag berst í stærri stil en nokkurn
tíma áður allt lið menningarinnar í heiminum í ein-
um fylkingararmi vinstri hreyfingarinnar, meðvitaðra
um ábyrgð sína, stefnu og takmark, en nokkru sinni fyrr.
En hvers voru þá þessi samtök megnug? Menntamenn-
228