Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 229
irnir gátu að vísu verið sterkt afl, er þeir komu fram
sameinaðir til að vernda menninguna, en það lá i aug-
um uppi, að þeir voru ekki einfærir um það. Þeir þurftu
á liðstyrk að halda. Og þessi liðstyrkur var þegar til:
hjá alþýðustéttinni. Hún liafði séð liættuna löngu á
undan þeim, hafði meira að segja stofnað sitt menn-
ingarríki. Og hinar nýju kröfur alþýðunnar, settar fram
með samfylkingunni, voru einmitt þær, að allir af hvaða
stétt eða skoðun, allir, sem frelsi, réttlæti og menningu
vilja vernda, skipi sér sameiginlega í eina fylkingu. Var
nokkurt vit i öðru fyrir menntamenn en taka undir
þessar kröfur? Það var ekki nokkurt vit í öðru. Enda
höfðu hinir einlægustu og heztu af menntamönnum
heimsins átt ómetanlegan þátt í því að blása lífi og
krafti i samfylkingarhugmyndina. Þarf ekki annað en
minna á liið nýlátna franska skáld og stórmenni Henri
Barbusse.
Fyrir ýmsa borgaralega menntamenn kostaði það
töluverða áreynslu að fá það inn i sitt höfuð, að það
væri alþýðan, sem í rauninni héldi uppi baráttunni
fyrir menningunni og stæði fremst að sköpun nýrrar
menningar. En staðreyndirnar töluðu, og þær urðu ekki
vefengdar. Það var að berja höfðinu við steininn, að
neita því, að fjölskrúðugust blómgun menningarinnar
ætti sér stað í ríki verkalýðsins. Og hvað sýndi dæmið
frá Spáni um það, hverjir standa fremstir að verndun
menningarinnar, hverjir eiga úrslitaaflið, þegar til raun-
verulegra átaka kemur um verndun hennar. Gefum
Halldóri K. Laxness orðið: „Það eru nefnilega alls ekki
við rithöfundarnir, sem stöndum i brjóstfylkingu bar-
áttunnar til verndar heimsmenningunni þessa daga, sem
nú eru að liða, það eru ekki rithöfundar, heldur ólæsir
og óskrifandi alþýðumenn á Spáni, mennirnir á strætis-
vígjum spönsku samfjdltingarinnar, mennirnir, sem eru
veiðidýr fasistablámannanna á hinum sólbrenndu, kakt-
usvöxnu heiðum Spánar, matarlitlir og þyrstir og bráð-
229