Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 230
um vopnlausir. Það eru þessir menn, sem gera heims-
menningunni það gagn, sem við rithöfundarnir getum
aðeins látið okkur dreyma“ (Alþbl. 24. sept. 1936). Ragn-
ar E. Kvaran tekur i sama streng. Og þetta eru aðeins
dæmi um það, sem orðin er rikjandi skoðun meðal alira
frjálslyndra og heiðarlegra rithöfunda í heiminum. Þeir
sjá og skilja, að kraftur samfylkingarinnar er það eina
vald, sem hindrað getur ofbeldi fasismans, þeir kom-
ast að sömu niðurstöðu og forystulið alþýðustéttarinnar.
Hinsvegar er ofmikið yfirlætisleysi i þeim ummælum
H. K. Laxness, að rithöfundarnir geti ekki annað en
látið sig dreyma um það gagn, er alþýðan gerir menn-
ingunni. Þeir gera langtum meira. Þeir berjast nú veru-
lega með í sterkri fylkingu, og það ekki aðeins með
leiftrandi hvatningum, með vopnum andans, heldur bein-
línis á sjálfum vígvöllunum. Fjöldi beztu menntamanna
Spánar berst í dag með vopn í hendi hlið við hlið verka-
mannanna, þeir hafa margir getið sér hetjuorðstír, sum-
ir eru fallnir í vörn menningarinnar, réttlætisins og frels-
isins, sem öll spánska þjóðin í einni sameinaðri fylkingu
berst nú fyrir til lokaúrslita. Þegar út í sjálfa úrslita-
hríðina er komið, þá skilja allir, að það er til aðeins
ein leið: sameiginleg barátta allra, jafnt alþýðu og
menntamanna gegn sameiginlegum óvini: fasismanum,
Hin vaxandi samtök menntamanna og sérstaklega
kynning þeirra og samstarf við alþýðuhreyfinguna, hefir
haft ósegjanlega frjóvgandi áhrif á alla menningarstarf-
semi þeirra, og orðið um leið mikill styrkur fyrir sam-
fylkinguna. Mér er þessi starfsemi kunnugust á bók-
menntasviðinu. Þrátt fyrir hinar erfiðu aðstæður, sem
lýst var að framan, er um glæsilegan vöxt að ræða, vold-
ugt framhald þeirrar stefnu, sem „Rauðir pennar“
skýrðu frá i fyrra.
Rithöfundafélögunum til verndar menningunni hefir
vaxið mjög fylgi og þróttur. Þau liafa eignazt mikinn
fjölda tímarita og annarra málgagna um flest lönd. öfl-
230