Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 231
ugust er starfsemi þeirra i samfylkingarlöndunum,
Frakklandi og Spáni. Þar eiga þau almennast fylgi
menntamanna og starfa í skipulögðustu sambandi við al-
þýðuhreyfinguna. Frá þvi vorið 1935, að rithöfundar
Bandaríkjanna háðu þing með sér, hefir starl'semi þeirra
vaxið með ameriskum hraða. „Aðalávinningur þess (þ.
e. þingsins) var ef til vill sá, að sameina þá menningar-
krafta Ameriku, er áður voru sundraðir, i nýja bók-
menntahreyfingu, bæði víðtæka og máttuga, vaxandi upp
af samstarfi rithöfunda og listamanna við alþýðustétt-
ina.“ (Waldo Frank, forseti rithöfundafélagsins).
Vitni um kraft þessarar róttæku hreyfingar eru ræð-
ur þingsins: American Writers’ Congress, eins safnritið:
Proletarian Literature in the United States. Starfsemi
þessara rithöfundasamtaka hefir hlotið almenna viður-
kenningu i Ameríku og Englandi. Merkilegt dæmi þess
var ritgerðin, sem birtist í Timesliterary Supplement (22.
febr.l936),þar sem viðurkennt er, að öll grózkan í menn-
ingarlífi Ameriku sé innan hinnar róttæku hreyfingar.
Þar segir m. a.: „Það er auðfundið, að hreyfingin á sterkt
ólgandi líf, er umfangsmikil og eflist hraðfara“. Einnig
er tekið undir þessi orð Joseps Freeman, eins byltinga-
skáldsins: „Leildistin, skáldsögurnar, ljóðin, gagnrýnin
eru orðin mögnuð af hinum stórbrotnu hugmyndum
hennar.“ Amerískar bókmenntir búa nú yfir veruleg-
um krafti, samstarf rithöfundanna við verklýðshreyfing-
una, nánari kynni þeirra á veruleik samtíðarinnar, hefir
veitt þeim nýtt gróðurmagn; nýir, ágætir höfundar
spretta þar upp. Eitt af afrekum rithöfundafélagsins
er herferðin, sem farin hefir verið með góðum árangri
á liendur saurblöðum Hearst’s (sem Islendingum eru
kunnug af því, að Morgunblaðið hefir ekki ósjaldan
tekið þaðan lygafregnir sínar um Ráðstjórnarríkin).
í bókmenntir Englendinga, þar sem ríkt hefir mesta
kyrrstaða og deyfð fram að þessu, er nú að færast líf og
hræring. Fjöldi enskra menntamanna hefir komizt í
231