Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 232
kynni við nýmenningu Sovétríkjanna og hrifizt af henni.
Þeir eru loks að opna augun fyrir fasismahættunni, liafa
séð, livernig amerísku höfundarnir fara fram úr þeim,
taka bókamarkað frá þeim o. s. frv. Þetta allt hefir
haft þau álirif, að róttækni og alvara vex í bókmennta-
starfsemi Englendinga. Á síðasta ári hófst útgáfa bók-
menntaritsins „New Writing“ með sameinuðum kröftum
þessara nýju rithöfunda Englands. Nýja bókmennta-
félagið „Left Club“, sem mánaðarlega gefur út valið rit,
hefir á örfáum mánuðum eignazt tugi þúsunda meðlima.
Hin róttæka hreyfing á sín megin hin efnilegustu af yngri
skáldum Englands, Day Lewis, Ralph Fox, Stephen
Spender og W. H. Auden.
Hinir þýzku rithöfundar og skáld, sem útlagar eru úr
föðurlandi sínu, halda uppi öflugri menningarbaráttu,
þrátt fyrir það, að þeir eru dreifðir um mörg lönd og
búa við þrengstu lcosti, án lífrænna tengsla við þjóð sína.
Nýlega liafa þeir sameinazt um útgáfu mánaðarrits, sem
Thomas Mann, Feuchtwanger og Bert Brecht eru ril-
stjórar að. Tímaritið heitir „Das Wort“ (Orðið) og er
gefið út í Moskva. Með stofnun þess hefja þeir ljaráttu
sína gegn fasismanum á nýtt slig, sameina betur kraft-
ana og geta einbeitt þeim skarpar.
Undir forystu hins snjalla Nordahls Grieg eignast
menningarstarfsemi Norðmanna nýtt innihald og
ákveðna stefnu. í febrúar í ár var stofnað tímaritið
„Vejen frem“, sem er leiftrandi bardagarit móti fas-
isma og stríði, og hafa safnazt um það margir beztu
höfundar Norðmanna, m. a. Överland, Sigurd Hoel,
prófessor Paaschke, auk þess sem ýmsir frægir liöfund-
ar annarra þjóða skrifa fyrir tímaritið. I Svíþjóð liefir
einnig samskonar barátta verið vakin og nýtt tímarit
stofnað, „Kulturkamp“, sem rithöfundarnir Erik Blom-
berg, Ture Nerman og Arnold Ljungdal standa að m. a.
Þessi vöxtur í hverju einstöku landi, sem ekk-
ert rúm er til að segja liér nánar frá, kemur siðan
232