Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 234
enda þótt þau, eftir lýsingu Halldórs, væru ekki glæsi-
leg, sýnir þó þingið, hvað menningarbaráttan gegn fas-
ismanum nær orðið langt inn i raðir hinna borgaralegu
höfunda. Ekkert Pen-félagsþing áður hefir af jafnmikl-
um hita rætt alvörumál samtímans, og hin róttæka bók-
menntahreyfing hefir þar aldrei áður átt jafn öflugt
og ákveðið fylgi. Það er íslenzku þjóðinni mikill sómi,
að hafa átt þar einn ákveðnasta málsvara menningar-
innar í heiminum, einn heitasta andmælanda fasismans.
Af þessum fáu dæmum, sem hér hafa verið tilfærð,
ætti mönnum að vera Ijóst, að þrátt fyrir hinar erfiðu
menningaraðstæður hinna borgaralegu lýðræðisþjóða,
þá fer menningarstarfsemi þeirra nú stórkostlega vax-
andi. Hún hefir eignazt nýja frjósemi, nýjan kraft,
sem er að rekja til samstarfs menntamannanna inn-
byrðis, en þó sérstaldega þess samstarfs, er þeir hafa
tekið upp við samfylkingarhreyfingu alþýðunnar. Hún
er sú frjóvgunarinnar uppspretta, sem glæðir menning-
una nýju lífi.
En er þetta ekki allt tóm áróðursstarfsemi, laus við
allt gildi listar og snilldar? Hvað liður sjálfri listinni
í þessum hita bardagans? Ekki skal þvi neitað, að fyrstu
spor ýmissa höfundanna inn á brautir hinnar nýju
menningarbaráttu hafa í för með sér um stundarsakir
nokkurt tjón fyrir listform skáldskapar þeirra. En ég
þekki engan höfund, er ekki hafi fengið þetta marg-
falt endurgoldið í frjósemi hugmynda, víkkun sjóndeild-
ar, krafti sannfæringar, hitun viljans, og hafi eftir nokk-
urn tíma á hinni nýju braut sinni eignazt nýtt, hreinna,
fullkomnara form fyrir list sína. Það er einmitt í bar-
áttunni fyrir sannleikanum, frelsinu, réttlætinu, í ósk-
unum um fegra líf, í vonunum um sigur, í vissunni
um að starfa í þjónustu hins góða málstaðar, sem öll
snilld hefir ætíð skapazt, og svo er enn. Hjá skáldum
hinnar nýju stefnu, i öllum beztu ritverkum þeirra, skín
mesta fegurðin, hæsta snilldin, sem þekkist í bókmennt-
234