Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 235
um nútímans. Þessi verk spretta úr djúpum þjóðfélag-
anna, mögnuð lífskrafti þúsunda og milljóna. Mætti
sýna þess mörg dæmi, hvernig samfylkingin hefir gætt
yngstu verk skáldanna nýju lífi, nýrri bjartsýni og snilld.
Hin mikla bókmenntahreyfing, sem „Rauðir pennar“
fluttu boðskap um í fyrra, ris eftir árið af þyngra djúpi
en áður, og það er rýmra innan vídda liennar.
Er þá menningin í hættu, eða er ótti manna tilefnis-
laus? Það væri ábyrgðarleysi að loka augunum fyrir
þeirri yfirvofandi liættu, sem menningunni er búin af
fasismanum og næstu styrjöld. Eyðingaröflin eru sterk
og þau eru að verki um allan lieim, fasisminn hefir færzt
í aukana, gerzt ófyrirleitnari en nokkru sinni fyrr, hann
svifist engra hermdarverka, og hann hefir þegar byrj-
að heimsstyrjöldina með uppreisninni á Spáni. Hann
ógnar lífi og menningu hverrar þjóðar. Til varnar eru
Ráðstjórnarríkin, hið mikla vígi frelsisins og mannrétt-
indanna, sterkara með hverju ári. Til varnar er sam-
fylking hinna vinnandi stétta, ýmist mynduð eða í sköp-
un hjá þjóðunum. Sovétríkin og samfylkingin eru þau
öfl, sem allir unnendur menningarinnar verða að byggja
á vonir sínar og traust, ef sigur á að nást yfir fasism-
anum, ef takast á að vernda menninguna. Það er komið
undir samtakamætti alþýðunnar, alþjóðlegri samfylk-
ingu allra menningarvina, hvort menningin ber sigur
af hólmi í heiminum.
Hætta fasismans er geysileg, en liann er ekki ósigr-
andi. Samfylkingin er það máttarvald, sem brotið get-
ur fasismann á bak aftur. Fljótt á litið getur liann
virzt á sigurleið. Hann hefir unnið Abessiniu, hann vinn-
ur Spán, liann tekur hvert landið af öðru, heyrast ýms-
ar bölkveðnar raddir láta uppi. En hvers virði er sigur
fasismans í Abessiníu? Tekst honum yfir höfuð að kúga
þjóðina til undirgefni? Og skyldi ekki sigurinn á Spám
verða fasistunum dýrkeyptur? Og hver halda menn i
235