Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 236
alvöru að verði árangur fasismans, er hann ræðst á
Sovétríkin? Skyldi ekki Þjóðverjum verða seinunninn
málmauður Úralfjalla og kornekrur Úkraínu? Það er
ekki að lieyra mikinn ótta í Rússum, eftir ræðum þeirra
á sovétþinginu að dæma. Við getum liaft opin augu fyrir
hættu fasismans, allt annað væri ábyrgðarleysi, en við
trúum ekki á sigur hans í heiminum. Sjálfur felur hann
í sér sitt eigið hrun, andstæður, sem hann getur ekki
sætt. Hinsvegar eflist ríki sósíalismans stórkostlega með
ári hverju, og hinni alþjóðlegu samfylkingu vex nú
kyngikraftur. Hundruð milljóna eru reiðuhúnar að fórna
lífinu fyrir sigur hins góða málstaðar, fyrir sigur menn-
ingarinnar. Alþýða lieimsins er full af vilja, þori og á-
ræði til að ráða niðurlögum fasismans. Ef allir menn-
ingarvinir, allir, sem nokkurs meta verðmæti kynslóð-
anna, líf og sögu þjóðanna, framtíð mannlífsins á jörð-
inni, vinna að þvi að knýja fram samfylkingu allrar
alþýðu, hænda, millistétta, menntamanna, þá er fasism-
inn dauðadæmdur, þá er engin hætta um menninguna,
þá er henni bjargað, þá getum við unnið að sköpun nýrr-
ar menningar sósialismans, glæsilegri en okkar voguð-
ustu óskir þekkja.
Sigur samfylkingarinnar er sigur menningarinnar.
Eg verð með nokkrum orðum að víkja að aðslöðunni
hér heima. Þróunin liefir gengið í sömu átt og lijá öðr-
um lýðræðisþjóðum, með engu minni liraða. Það skerst
stöðugt hvassar í odda með yfirstétt og alþýðu. Það er
svo langt komið þróuninni, að auðmannaklíkan lítur
þegar á fasismann sem einu bjargvætt sína, undirbýr
hann skipulega, m. a. með daglegum áróðri í málgögn-
um hinna ríku, íhaldsblöðunum. Það er opinbert leynd-
armál, að auðmannastéttin á Islandi bíður aðeins eftir
tækifæri tit að leiða ógnir fasismans yfir íslenzku þjóð-
ina, og hún mun ekki láta sér blöskra að leita til þess
aðstoðar erlends valds. Augu alþýðunnar í landinu eru
236