Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 237
að opnast fyrir þessum voða. Spurt er í ótta, hér sem
annars staðar: Hvernig getum við liindrað fasismann?
Svarið er liið sama: Það er aðeins eitt ráð til: sam-
eining allra þeirra krafta með þjóðinni, sem i alvöru
vilja gæta réttar hennar, sjálfstæðis og menningar. Hér
eins og annars staðar hefir samfylkingin orðið liið
sterka kjörorð, sem gagntekur meir og meir hugi fólks-
ins í landinu. Vaxandi fjöldi sér, að hún er eina ráðið
til að liindra auðmennina í þeirri fyrirætlun, að koma
hér á liarðstjórn og einræði stóreignavaldsins. Samfylk-
ingin nálgast það æ meir, að verða almennur vilji og
almenn krafa alþýðusamtakanna. Samfylkingin annars
vegar, allra hugsandi, einlægra manna, fyrir lýðræði og
frelsi þjóðarinnar, auðmannaklíkan hins vegar, með
fasisma, réttleysi og harðstjórn að takmarki, — það eru
liinar hatrömmu andstæður, sem hér eigast við.
Þessar andstæður setja sitt sterka mót á allt menn-
ingarlif í landinu. Á síðustu árum, við harðnandi kreppu
auðvaldsins, hefir færzt lirörnun yfir opinbera menn-
ingarstarfsemi þjóðfélagsins. Það hefir í fyrsla lagi ekki
ráð á lienni, í öðru lagi liefir það misst áhugann, i þriðja
lagi vill það sem minnst af allri menningu vita, þvi að
hún er hinu vitfirrta skipulagi hættuleg. Þjóðfélagið
er komið á það stig, að það verður að halda menning-
unni niðurbældri. Að vísu heldur það menningartækj-
unum í gangi, en ekki framar með menningartakmark
fyrir augum, heldur til viðlialds áhrifum sínum yfir liug-
um fólksins. Til opinberrar menningarstarfsemi eru t.
d. öllum fremur kærkomnari þeir menn, sem þvæla,
stagla eða rugla hlutina. Það er starfað með vilja að
því að heimska þjóðina. Ennfremur er lygin að verða
æ meir það valdið, sem bezt er treyst á, eitt aðalvopn
hins hrörnandi þjóðskipulags gegn alþýðu landsins. I
stuttu máli: menningarástandið er alvarlegt í landinu.
Það er kominn stór afturkippur í þá menningarfram-
för, sem átti sér stað hjá borgarastéttinni framan af
237