Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 238
öldinni. En þó er þetta ekkert hjá þeim voða, sem ís-
lenzkri menningu er búinn, ef fasisminn brytist hér til
valda. Hann myndi hér sem annars staðar leggja alla
menningarstarfsemi í rústir, taka hana algerlega i þjón-
ustu kúgunar og ofbeldis, afskræma minningu beztu
menningarfulltrúa íslenzkrar sögu, spilla fyrir þjóðinni
verðmætum hennar. Við erum eklci ánægðir með þau
menningarskilyrði, sem þjóðfélagið veitir okkur, en við
viljum þó allt til vinna, að vernda þau fyrir fasismanum.
Svo hjartfólginn er okkur menningararfur þjóðarinnar,
list þeirra Jónasar og Bjarna, Þorsteins, Mattliíasar, Step-
hans G. Stephanssonar, allra þeirra stórmenna, sem heit-
ast hafa þráð frelsi og menningu þjóðarinnar, að við
viljum ekki láta misnota þennan arf, viljum t. d. ekki
heyra þjóðsönginn okkar sunginn yfir gröf frelsisins á
íslandi. Þá borgaralegu menningu, sem skapazt hefir á
öldinni, viljum við heldur eklci láta glatast. Við vilj-
um halda öllu því frelsi sem er í skóla- og uppeldis-
málum, við viljum engar nýjar miðaldir yfir þjóðina.
En við vitum, að öll islenzk menning er i veði, jafnt
hin borgaralega og verklýðssinnaða, ef fasisminn kæm-
ist á. Og fyrir þessu verða menntamenn þjóðarinnar
að opna augun í tíma.
En er þá engin menningarbarátta háð í landinu? Jú,
vissulega. En hún er aðallega háð af mönnum, sem
þjóðfélagið vildi helzt neita um tilverurétí og jafnvel
ofsækir. Sjálf menntamannastéttin, meginhluti liennar,
er með afbrigðum værukær. Hún hefir enn ekki rumsk-
að við fasismahættuna. Hún sinnir í hæsta lagi sinni
arfteknu menningarstarfsemi, en hún heyir enn enga
menningarbaráttu, starfar einangruð frá þjóð sinni og
lífshræringum umheimsins. Það eru fyrst og fremst
skáld og rithöfundar þjóðarinnar, þeir sem skipað hafa
sér til liðs við alþýðuhreyfinguna, sem verulega menn-
ingarbaráttu heyja fyrir islenzku þjóðina. Sú harátta
er því einkum háð á bókmenntasviðinu, en þar er líka
238