Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 239
um sterkan nýgróður að ræða. Á þessum andstæðuríku
tímum hefir þjóðin jafnvel eignazt skáld í tölu þeirra
beztu, sem hún hefir nokkru sinni alið. f rauninni merk-
ir árið 1935 fullkomin timamót í íslenzkri bókmennta-
sögu, með verkum eins og „Sjálfstæðu fólki“ eftir Hall-
dór Kiljan Laxness, „Rauðu hættunni“ eftir Þórberg
Þórðarson, „Samt mun ég vaka“ eftir Jóhannes úr
Kötlum, „Dauðanum á 3. hæð“ eftir Halldór Stefáns-
son og „Rauðum pennum“. í „Rauðum pennum“ koma
fram sameinaðir i einni fylkingu flestir þeir róttæku
menn, sem ákveðnastir heyja menningarbaráttu fslend-
inga, gefa henni nýjan kraft og nýja stefnu. Þeir koma
fram í nánum tengslum við alþýðuhreyfinguna, sækja
til hennar kraft sinn, en koma jafnframt djúpt að frá
rótum islenzks veruleika og íslenzkrar sögu. Samhliða
því, sem þeir berjast með alþýðunni fyrir lifsréttind-
um hennar, eru þeir arftakar hins bezta i islenzkri
menningu og íslenzkri frelsisbaráttu.
í sama fylkingararm og þessir rithöfundar, til bar-
áttu fyrir réttindum og frelsi þjóðarinnar, skipar sér
nú glæsilegur hópur uppvaxandi menntamanna við Há-
skólann. „Félag róttælcra stúdenta“ vex með hverju ári,
og hefir þegar lagt mikið fram til menningarbaráttu
íslendinga.
Yið hinn vaxandi kraft samfylkingarinnar og við ógn-
un lieimsviðburðanna, bætast í lið vinstri menningar-
aflanna nokkrir nýir borgaralegir menntamenn, sem
heilbrigði eiga og áhuga. T. d. hefir Ragnar E. Kvar-
an gerzt djarfur málsvari lýðréttinda spönsku þjóðar-
innar. Með tilliti til þeirrar hættu, sem vofir yfir frelsi
og menningu Islands, eru samt þeir kraftar allt of fá-
liðaðir, sem sameinazt liafa til verndar þessum lielg-
ustu verðmætum þjóðarinnar. Kæruleysi menntamanna-
stéttarinnar, alls meginhluta hennar, getur orðið þjóð-
inni örlagaþungt. Það er brennandi dagskrármál, að
allir, sem unna íslenzkri menningu, myndi félagsskap
239