Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 240
til verndcir henni, fari að lieyja skipulega menningar-
baráttu, fari að opna augun fyrir hættunni frá fasism-
anum. Það stendur ekki á hinum róttæku menntamönn-
um til samvinnu í þessu efni. Þeir æskja einmitt slíkr-
ar samvinnu. Og „Rauðir pennar“ telja það eitt aðal-
hlutverk sitt að stuðla að því, að þessi samvinna tak-
ist. Hárbeitt aðvörun til íslenzkra menntamanna, ef þeir
gengju ekki alls blindir, liefði sá atburður mátt verða, er
höfuðmálgagn „Sjálfstæðisflokksins“, er þykist vera
málsvari(M) lýðræðis og menningar, gengur svo langt
í þjónustu sinni við fasismann, gerir islenzku þjóðinni
þá menningarsmán, að stimpla þann rithöfund land-
ráðamann, sem virðingarmesta menningarstofnun borg-
arastéttarinnar í heiminum liefir talið þess maklegan
að hljóta friðarverðlaun. Fasismadaðrið gengur hér f jöll-
unum hærra. Hvenær ætla íslenzkir menntamenn að
rumska? Hvenær finnst þeim hættan nógu alvarleg?
W. H. Auden er ungur, enskur rithöíundur, er unnið hefir sér
frægð, bæði sem leikrita- og ljóðskáld. Hann er hiklaust talinn
einn efnilegasti höfundur Englands, þeirra, sem nú eru að
vaxa upp.
1 sumar dvaldi Auden hér á landi, ferðaðist viða um, en vann
jafnframt að bók um ísland, og er von á útkomu hennar í Eng-
landi mjög bráðlega. Auden hefir sýnt „Rauðum pennum“ þá
góðvild, að yrkja handa þeim kvæðið, sem birt er hér að framan
í íslenzkri þýðingu.
Guðmundur Böðvarsson hefir vakið á sér athygli með kvæð-
um, sém birzt hafa eftir hann á víð og dreif í tímaritum. Nú
fyrir jólin er von á fyrstu Ijóðabók hans, „Kyssti mig sól“. —
Guðmundur er bóndi á Kirkjubóli i Hvítársíðu.
240