Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 103
Ólafur Ólafsson óx. Hann varð strax á barnsaldr-
inum föngulegur og gervilegur útlits, norrænn á svip,
bjarthærður og bláeygður.
Móðir hans hét Guðný. Hún var guðhrædd kona og
góð. Þessi bjarthærði drengur lærði snemma að varpa
öllum sínum sorgum í hennar skaut. Hans sorgir voru
hennar sorgir, því að í tilveru hans skjmjaði hún fram-
hald síns eigin lífs.
Hún fór með hann í dómkirkjuna, er liann hafði
aldur til. Hún átti þar sitt vissa sæti og sat þar i livert
sinn, er séra Jón messaði. Stundum hafði hún hvíta
vasaklútinn sinn fyrir andlitinu. Hún grét stundum í
kirkjunni, þó að hún væri aðeins þrjátiu ára. Dreng-
urinn hennar bar ekki skyn á þessa alvarlegu bluti.
Hann ýmist stóð eða sat við hlið hennar og var á sí-
felldu iði. Hin bláu augu lians hvörfluðu eftir bekkja-
röðunum, á prédikunarstólinn, altaristöfluna, kerta-
stjakana, loftið eða gólfið í kirkjunni.
— Mamma, livað er stóri, ljóti maðurinn alltaf að
segja?
Hún reyndi að leiða spurninguna lijá sér í lengslu lög.
Hann endurtók spurninga sína, en þar sem liún aðeins
ussaði og sussaði á liann, ákvað hann, að hún skyldi
þó verða að tala. Hann skreið upp í kjöltu hennar og
barði liana utan. Ilann hafði sem sé fljótt lært, að
þar sem skynsamleg orð komu að engu lialdi, þar tók
hnefarétturinn við. Þá loks lét móðir lians undan og
hvíslaði:
— Uss, góði minn, þetta, er presturinn. Þú mátt ekki
segja ljótt um prestinn.
Þannig kom Ólafur Ólafsson málum sínum fram við
móður sína.
Séra Jón lét sér alveg sérstaklega annt um Ólaf
og móður hans, ef til vill af því, að þau voru fátæk
og hann var drottins þjónn, ef til vill af því að sjá
Jþessa konu þarna í kirkjunni á hverjum lielgidegi og
101