Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 112
— Þakka yður fyrir, séra Jón, mikið erum við lán-
söm að eiga yður að, sagði hún.
Nú gat hún aftur séð framtíð sonar síns þannig, sem
liún hafði lengi óskað.
Ólafur Ólafsson hyrjaði á iðn sinni, hálfnauðugur þó.
— Vertu nii duglegur, Óli minn, þá getur þú orðið
liamingjusamur. Hver, sem stundar verk sitt vel, liann
uppsker laun iðju sinnar. Mundu það, Óli, að eins
og maðurinn sáir, svo mun liann og uppskera.
Þannig voru kveðjuorð hennar, þegar Ólafur fór
til þessarar nýju vinnu í fyrsta sinn. En Ólafur var
ekki ánægður.
— Ég vil verða sjómaður, sagði liann.
— Þú skalt aldrei verða sjómaður, ekki meðan ég
lifi.
—- Ég kvíði fyrir Iðnskólanum. Ég get ekkert lært
bóklegt.
— Látlu mig ekki heyra þessa fjarstæðu, óli minn,
eins og þú getir ekki lært. Þú ert þá ekki likur ....
Iiún lauk aldrei þessari setningu.
En Óli hennar þurfti aldrei að kviða fyrir Iðnskól.
anum. Það koma aldrei til. Þegar hann hafði verið
liálfan mánuð í „Hamri“, var honum sagt að hætta,
hann væri svo mikill klaufi, að hann gæti aldrei lært
að smíða. Hann var sá langmesti klaufi, sem þangað
hefði komið, svo mikill klaufi, að slíks voru engin
dæmi.
Ólafur Ólafsson hrósaði happi og hætti.
Svo liðu árin fram hjá án þess að færa hann son
hennar Guðnýjar þvottakonu nokkru nær því takmarki,
er hún hafði sett honum. Hún reyndi að gera fyrir hann
allt, sem hún gat. En allt kom fyrir ekki. Hann byrj-
aði á einu verkinu eftir annað, en liætti við þau öll.
Hann var kominn um tvítugs aldur, og til þessa tíma
hafði hann ekki getað unnið fyrir sér. Móðir lians reytti
í liann þá aura, sem hún mögulega gat. Gekk liún sjálf
110