Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 141
margra áratuga venja hafði í lians augum helgað alveg
ákveðnar aðferðir, en útilokað allar aðrar. Við því gat
ég ekkert sagt. En orðaskipli okkar kalla ég ekki sam-
tal. Þau voru aðeins lítill en nauðsynlegur þáttur i sam-
vinnu okkar Níelsar, viðskipti verkstjóra og óhrolins
vinnudrengs, þau sýndu afstöðu yfirmanns til undirgef-
ins, og gagnkvæmt. Húsi var hér í sínum fulla rétti sem
yfirmaður. Ég var sá óhrotni vinnupiltur, — á þessum
vettvangi, — sem átti að hlýða umyrðalaust. En livað
mér sárnaði, að vera undir slikan þöngulhaus gefinn
og mér fannst Húsi vera! — Á hvað minnti liann mig
helzt? Þorsk, gráan, siginn þorsk! Nei. Nú sá ég það.
Níels var líkastur liesti, gömlum klakaklár: Neðri vör-
in og hakan voru eins og flipi. Það var ekki heldur
laust við, að liann frísaði. Og var ekki nefið líkt og
snoppan á tregum hesti, sem sýpur liregg?
Nú er það kvöld, sagði Niels loksins, um leið og hann
leit á klukkuna sína. Það var eins og liljóðið kæmi neð-
an úr maga.
Já, sagði ég bara.
Er skógur þar uppi? spurði Níels, þegar við liöfðum
gengið samliliða góða stund milli barrtrjánna.
Ég lýsti fyrir honum gróðurríki íslands og sagði, eins
og satt er, að helztu sýnileg afrek Islendinga i þúsund
ár væru fólgin í eyðingu skóganna með eldi og járni.
Húsi virtist naumast hlusta á orð mín og útskýringar
og spurði einskis frekar.
Þetta var fyrsti dagurinn. Yið Níels unnum saman
nálega hvern dag allt sumarið. En aldrei skiptumst við
á, nema örfáum setningum, að undanskildum síðasta
deginum sem ég var á búgarðinum. Stundum töluðum
við ekki saman heilar vikur. Hvor virtist hafa litlar mæt-
ur á hinum.
Einu sinni spurði Níels, mér til mikillar undrunar,
alveg upp úr þurru:
Eru stórar jarðir þar uppi?
130