Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 235
Þau eru einkenni hrörnandi skipulags. Þau eru fram-
in af fámennum, spilltum valdaklikum. Mannkynið í
heild er saklaust af þeim. Það hefur viðbjóð á þeim.
Þar, sem liið nýja skipulag sósialismans er komið á,
rís menning á öllum sviðum. Þar er unnið af kappi hins
lieilbrigða manns að þvi að gera lifið auðugra og feg-
urra, taka vísindi og tækni í þjónustu félagslegra og
menningarlegra framfara og almenningsheilla. Sú er
einmitt þrá hins heilhrigða manns, þegar hann fær
sjálfur að ráða gerðum sinum. í mannkyninu býr í
enn þá ríkari mæli þráin til þess góða heldur en hins
illa. Sá djöfulskapur, glæpir, viðurstyggð, sem kemur
fram i manndrápum, pyndingum, arðráni, gróðafíkn,
er ekki eðli hins óspillta manns. Það er ræktun fjár-
girndarinnar, spillandi skipulag, sem liefur fóstrað
þessa ónáttúrlegu illsku. Það þarf ekki að örvænta um
mennina, það þarf aðeins að brjóta af þeim þær viðj-
ar, sem halda þeim í álögum. Og' ef við skyggnumst á
bak við þá atburði, sem nú ber hæst við loft, þá sjá-
um við blossandi þrá eftir friði, réttlæti, framförum
og menningarríku starfi. Frelsið hefur aldrei verið þráð
eins heitt í heiminum og nú í fasistalöndunum, aldrei
liefur óskin eftir friði verið jafn sterk, aldrei hefur
verið þráð eins heitt að mega anda frjáls eina stund,
varpa af sér martröð kúgunar, glæpamennsku og mann-
haturs. Af þessari leiftrandi þrá mannkynsins eftir friði,
réttlæti og frjálsum athöfnum og hugsunum, skapast sá
kraftur, sem á eftir að sldra heiminn af öllum sora,
sópa burt auðvaldi og fasisma og skapa þjóðunum liam-
ingjusamt ríki bræðralags, friðar og frelsis.
Við þykjumst geta horft úr einangrun okkar með til-
tölulega mikilli ró á alla þessa viðburði, sem gerast
úti í heimi. En við þurfum ekki- mikla umliugsun til
að skilja, hve geysilega við erum háðir þeim. Heim-
urinn er eklci eins stór og við hneigjumst oft til að
halda. Fyrir auðvaldið er hann ekki stór. Er það reikn-
233