Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 105
hver hefði skapað hann, þá vissi liann það ekki og þagði.
—- Víst veiztu, hver skapaði þig', Óli minn, þú bara
vilt eða þorir ekki að segja það, sagði móðir hans.
Þá var eins og Ólafur rankaði við sér. Kannski hafði
hann nú eitthvað um þetta heyrt. Svo leit hann á móð-
ur sína og sagði djarft, eins og honum var lagið:
— Presturinn liefur gert það.
Þetta hafði dálítil óþægindi i för með sér fyrir við-
stadda.
Guðný hafði fengið greidda liftryggingu eftir mann-
inn sinn sáluga, en þegar liún þraut, varð hún að vinna
fyrir sér og drengnum. Sumir fullyrtu reyndar, að hún
fengi meðgjöf með honum. Hvað sem því leið, þá þvoði
hún þvotta og gerði hrein hús hjá fólki hér í bænum.
Þannig lifði liún nú um skeið og' fékk brátt nafnið
Gunnsa þvottakona.
Mæðginin áttu alltaf hauk i horni, þar sem séra Jón
var. Reyndar liætti hann nú alveg að koma til þeirra,
enda sagði hann af sér prestskap skömmu siðar, tók
sæti í bankaráði Landsbankans og bæjarstjórn Reykja-
víkur. Hann var alltaf kallaður séra Jón.
Þegar Guðný var við vinnu sína, var drengurinn oft-
ast með henni. Hann hafði enga sinnu á að leika sér
með jafnöldrum sinum. Henni þótti vænt um það, vænt
um að hafa hann hjá sér, og þegar hún á kvöldin, dauð-
þreytt eftir erfiði dagsins, lagðist til hvíldar, þá var
hún þó ánægð með kjör sín. Hún gerði engar kröfur
fyrir sig sjálfa. Hún átti aðeins eina þrá, eina ósk, sem
hún lifði fyrir. Það var óskin um það að mega vinna
fyrir drengnum sínum, vinna og koma honum þannig
áfram í lífinu, að hann þyrfti aldrei að vinna erfiðis-
vinnu. Hann skyldi aldrei þurfa að tillieyra þeirri stétt,
sem hún tilheyrði. Hann átti að fara i skóla og verða
fínn maður. Það var draumur liennar, styrkur liennar,
trú hennar og von i haráttu lífsins. Henni var kært að
sjá í anda inn i framtíð hans, þar sem hann sat bústinn
103