Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 175
upp úrskurð sinn um þá og sett þá á bekk með sín-
um ágætustu sonum fyrir baráttu þeirra, en ég' vil
segja þrátt fvrir bardaga-aðferðina. Hún hefur oft
dregið úr jákvæðu áhrifamagni orða þeirra. Þjóðinni
hefur sviðið undan svipuliöggunum. Hún beygir sig fvrir
réttmæti og nauðsyn þeirra tillagna, sem fram eru born-
ar, en andæfir hinni nei-kvæðu bardagaaðferð, ádeil-
unum, skömmunum. Þjóðin þolir ékki að vera skömm-
uð, og það þolir engin þjóð. Hvaða lifandi maður þolir
yfirleitt að vera skammaður án þess að rísa öndverð-
ur gegn því, annaðhvort í hjarta sínu eða í orði eða
verki? Þjóðin hefur alltaf fundið slikar ádrepur dynja
á sér saklausri án þess þó að eiga rök til andmæla.
Hverja sök á hún á þeim ódæmum, sem Islendingur-
inn frá útlandinu bregður lienni um? Enga. Hún hefur
fengið óinenninguna, deyfðina, framtaksleysið og allt
hið illa, sem upp er talið, í arf frá undangengnum kyn-
slóðum. Það þyrfti að gerast kraftaverk, eða ofurmenni
að fæðast, til þess að uppgötva liina fáguðustu sið-
menningu alla í einu án þess að liafa liaft skilyrði til
að skipta um sjónarhól í lífinu. Og þó dynja framfara-
orð umbótamannsins sem ásökun, og liann færir rök
fyrir máli sínu.
Lausnin á þessu innra stríði, sem þjóðin lieyr við
þetta með sjálfri sér, getur ekki orðið nema ein. Hún
beygir sig undir ásakanirnar — nauðug'. Það vaknar
hjá henni vanmáttartilfinning, eins og íslendingnum
erlendis. Hún veikist í trúnni á mátt sinn og megin.
Og það lamar aftur sköpunarmátt hennar til viðreisn-
ar og nýrra, lieilbrigðra framfara. Ef litið er á and-
legt líf þjóðarinnar í dag og liina andlegu framleiðslu,
þá er varla of djarft að fullyrða, að balc við það búi
lieilt þjóðarkomplex. Hin neikvæða gagnrýni, sem lief-
ur verið sáð inn í lijörtu þjóðarinnar á undanförn-
um öldum, liefur smám saman étið um sig og' liggur nú
sem mara á öllu frjálsu tilfinningalífi.
173