Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 110
ialaði um það við séra Jón, og hann kom honum fyrir
hjá kaupmanni einum.
—- Hann getur verið sendisveinn fyrst, það er fyrsta
jstigið, sagði séra Jón.
Næsta stigið var verzlunarskólinn, en þangað komst
hann aldrei. Hann féll við inntökuprófið.
— Hann er ekki einu sinni læs. Séra Jón liristi höf-
nðið. Ilann varð að halda áfram að vera sendisveinn.
En þegar lil kom, vildi kaupmaðurinn ekki taka hann.
— Nei, Ólaf get ég ekki tekið. Hann er vist ekkert
slæmur drengur, en þetta er sá dæmalaus sauður. Hann
kann ekki einu sinni að gefa rétt tii baka. Svo er liann
ekki laus við óráðvendni. Hann hefur til að taka aura
í leyfisleysi og kaupa sér sígarettur.
Þannig var vitnisburður kaupmannsins, og þannig
-enduðu líka verzlunarstörf Ólafs Ólafssonar.
Nú komu slæmir timar fyrir mæðginin. Ólafur Ólafs-
json hafði ekkert að gera, sem liann gat beitt orlcu sinni
að, og þegar svo var komið, lenti liann á ný út i alls
konar strákapör. Og nú höfðu strákapörin vaxið i hlut-
falli við stærð hans. Hvað eftir annað komst hann í
liendur lögreglunni fyrir reiðhjólaþjófnaði og annað
dsmáhnupl, og svona liélt þella áfram að vaxa, unz það
náði hámarki í innbroti og þjófnaði i verzlun þeirri,
sem hann áður Iiafði verið sendisveinn fyrir.
Hann fékk vægan dóm. Ilann var enn svo ungur.
Nú átti að senda hann upp i sveit. Móðir hans átti að
amissa af lionum um tima. Henni fannst það óbærileg
tilhugsnn. Hún elskaði þennan dreng sinn svo mikið,
að hún gat ekki séð af honum. Hún trúði enn ekki á
sekt hans. Hann hafði bara verið í vondum félagsskap.
"Sjálfur var hann saklaus. Kannski hafði hún ekld enn
-skilið það, að hann var sérstök persóna, er lifði sínu eigin
vitsmunalifi, fór sínar leiðir án sambands við hana.
Ef til vill fannst henni hann aðeins hluti af sér sjálfri
og sakleysi hennar sakleysi hans. Öll þessi löngu ár,
108